Fræðslunefnd

174. fundur 03. október 2014 kl. 14:52 - 14:52
Fg. 174. fundar fræðslunefndar Snæfellsbæjar 174. fundur fræðslunefndar haldinn í GSNB Ólafsvík kl. 20 22.september 2014. Mætt

Örvar Már Marteinsson, Magnús Jónsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Elva Ármannsdóttir, Gunnar Ólafur Sigmarsson, Ari Bent, Laufey Helga Árnadóttir og Þórunn Hilma Svavarsdóttir.

Vinnufundur

1. Fjallað um bréf frá bæjarstjórn varðandi hvort gera eigi sérstakar ráðstafanir til að auðvelda okkru að koma til móts við þarfir aukins fjölda nemenda af erlendu bergi í GSNB. Mikill vilji skólastjórnenda til að vinna meira að þeim málaflokki. Laufey og Þórunni falið að skoða hvað hefur verið gert í öðrum sveitafélögum og hafa samband við Huldu Karen.

2. Fjallað um bréf frá bæjarstjórn varðandi hvort ekki sé rétt að koma inn valáfanga í skólahreysti við GSNB. Skólastjóri telur ekki vænlegt að bjóða skólahreysti sem val. Fræðslunefnd telur rétt að GSNB taki þátt í skólahreysti og æskilegt sé að komið sé upp braut.

3. Fjallað um bréf frá bæjarstjórn varðandi 5 ára áætlun um endurnýjun á búnaði GSNB. Laufey Helga leggur til að sama verði gert fyrir leikskólana.

Magnús fór með hópinn í skoðunarferð og tillaga kom um að leita tilboða um yfirdekkun stóla. Magnús sýndi drög að áætlun og verður haldið áfram með þá vinnu.

Fundi slitið kl. 22.10
Getum við bætt efni þessarar síðu?