Hafnarstjórn

121. fundur 09. desember 2016 kl. 14:07 - 14:07
Fg. 121. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar 121. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 05.12. 2016, kl. 20.30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar Klettsbúð 4, Hellissandi.

Mættir: 

              Anton Ragnarsson formaður,

              Þóra Olsen,

              Heiðar Magnússon,

              Fríða Sveinsdóttir,

              Alexander F. Kristinnsson,

             

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 18.11. 2016, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 120. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 381 dags. 18.01., nr. 382 dags. 24.02. og nr. 383 dags. 01.04. 2016. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá skipulags og byggingafulltrúa Snæfellsbæjar dags. 26.09. 2016, varðandi deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar stækkunar Hótels Búða.

Bréf frá skipulags og byggingafulltrúa Snæfellsbæjar dags. 07.11. 2016, varðandi samþykkt deiliskipulags fyrir Hótel Búðir.

Eftirfarandi bókun lögð fram: Hafnarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir óánægju sinni með að ekki hafi verið tekið tillit til kröfu hafnarstjórnar um að bryggja í eigu hafnarsjóðs skuli vera utan lóðarmarka Hótels Búða í deiliskipulaginu, eins og fram kom í bréfum hafnarstjórnar til umhverfis og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar dags. 03.02. og 25.05. 2016.”  

Bókunin samþykkt samhljóða.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 16.11. 2016, varðandi ályktun á 40. hafnasambandsþingi um umhverfismál. Meðfylgjandi er viðkomandi ályktun. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samgönguáætlun Vesturlands fyrir tímabilið 2017 – 2021. Hafnarstjóri fór yfir tillögu að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ á tímabilinu. Áætlunin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2017. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.15

 

Anton Ragnarsson formaður.

Þóra Olsen.

Alexander F. Kristinnsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Heiðar Magnússon.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Getum við bætt efni þessarar síðu?