Hafnarstjórn

122. fundur 03. febrúar 2017 kl. 10:01 - 10:01
Fg. 122. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar 122. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 01.02. 2017, kl. 20.30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar Klettsbúð 4, Hellissandi.

 

Mættir: 

              Anton Ragnarsson formaður,

              Heiðar Magnússon,

              Þóra Olsen,

              Fríða Sveinsdóttir,

              Alexander F. Kristinnsson,

             

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 09.12. 2016, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 121. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 384 dags. 29.04., nr. 385 dags. 17.05., nr. 386 dags. 16.08. og nr. 387 dags. 19.09. 2016. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Uppsögn húsaleigu í hafnarhúsinu að Norðurtanga 5, Ólafsvík. Fram kom hjá hafnarstjóra að Hafrannsóknastofnun hafi með tölvupósti dags. 29.11. 2016,  sagt upp húsaleigusamningnum. Jafnframt sagði hann frá samskiptum sínum við stofnunina vegna málsins og kynnti húsaleigusamning dags. 30.03. 2000.  Þá kom fram hjá hafnarstjóra að í 56. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, komi skýrt fram að uppsagnafrestur húsaleigu í atvinnuhúsnæði eftir 10 ára leigu er 12 mánuðir og hefur Hafrannsóknastofnun verið kynnt það. Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða og tekur hún gildi 01.02. 2017.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.50

 

Anton Ragnarsson formaður.

Þóra Olsen.

Alexander F. Kristinnsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Heiðar Magnússon.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Getum við bætt efni þessarar síðu?