Hafnarstjórn
Fg. 123. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar
123. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 04.04. 2017, kl. 20.30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar Klettsbúð 4, Hellissandi.
Mættir:
Anton Ragnarsson formaður,
Heiðar Magnússon,
Pétur Pétursson,
Fríða Sveinsdóttir,
Alexander F. Kristinnsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn.
- Bréf frá bæjarritara dags. 08.02. 2017, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 122. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 388 dags. 12.10., nr. 389 dags. 11.11., nr. 390 dags. 07.12. 2016 og nr. 391 dags. 23.01. 2017. Lagt fram til kynningar.
- Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 17.02. 2017, varðandi fjárveitingar til framkvæmda í höfnum árið 2017. Meðfylgjandi eru bréf frá Hafnasambandinu til Jóns Gunnarssonar samgöngu og sveitarstjórnaráðherra dags. 13.01. 2017 og svarbréf frá ráðherra dags. 14.02. 2017. Hafnarstjóri kynnti helstu atriði málsins. Lagt fram til kynningar.
- Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 06.03. 2017, varðandi hugmyndir um hvernig megi kynna starfsemi hafna. Verkefnið sem rætt er um er samstarf Hafnasambandsins, Athygli og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu.
- Úttekt og greining á fjárhagsstöðu íslenskra hafna árið 2015, en skýrslan er unnin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir Hafnasamband Íslands. Hafnarstjóri kynnti skýrsluna og fór yfir helstu liði hennar. Lagt fram til kynningar.
- Samningur við Vaktstöð siglinga dags. 14.02. 2017, varðandi afnot Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar af upplýsingum úr landstöðvum sjálvirks auðkennikerfis skipa sem Vaktstöð siglinga rekur. Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.
- Erindi frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar ódags. Meðfylgjandi er umsókn frá Ásdísi Pétursdóttur Túnbrekku 19, Ólafsvík dags. 07.02. 2017, um leyfi fyrir matarvagni á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar á Sáinu. Einnig er meðfylgjandi fundargerð umhverfis og skipulagsnefndar dags. 20.02. 2017, þar sem óskað er eftir samþykki hafnarstjórnar. Umsóknin samþykkt samhljóða og hafnarstjóra falið að ganga frá staðsetningu í samráði við byggingafulltrúa.
- Umsókn frá Olíuverslun Íslands h.f. dags. 14.03. 2017, varðandi ósk um að setja upp flotbryggju fyrir olíuafgreiðslu í Ólafsvíkurhöfn. Sama erindi var tekið fyrir á 117. fundi hafnarstjórnar þann 02.12. 2015, liður nr. 3. Nú hafa afstöðumynd og teikningar borist eins og óskað var eftir á þeim fundi. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að umsækjandi setji upp flotbryggju með tilheyrandi búnaði fyrir olíuafgreiðslu samkvæmt teikningum nr. 2009-008-42-TEI 001 og 002, dags. 01.03. 2017, en getur ekki samþykkt staðsetningu á olíutanki samkvæmt sömu teikningum, þar sem staðsetningin er inni á lóð að Norðurtanga 4. Unnið er að breytingum á lóðamörkum þeirrar lóðar og er hafnarstjóra falið að ganga frá endanlegri staðsetningu olíutanksins í samræmi við þær breytingar. Þá setur hafnarstjórn eftirfarandi skilyrði fyrir þessum framkvæmdum.
- Vanur vélamaður vinni við jarðvinnu og grjótröðun.
- Olíuverslun Íslands h.f. uppfylli öll lög og reglugerðir um mengunar- og öryggismál eins og þau eru á hverjum tíma.
- Ef stálþil við Norðurtangabryggju verður lengt eða aðrar framkvæmdir verða á þessu svæði Ólafsvíkurhafnar verður Olíuverslunin að færa öll sín mannvirki og búnað á sinn kostnað.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.45
Anton Ragnarsson formaður.
Pétur Pétursson.
Alexander F. Kristinnsson.
Fríða Sveinsdóttir.
Heiðar Magnússon.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.