Hafnarstjórn

125. fundur 21. júlí 2017 kl. 09:30 - 09:30
Fg. 125. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar 125. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 13.07. 2017, kl. 17.30 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar Klettsbúð 4, Hellissandi.

 

Mættir:  Anton Ragnarsson formaður,

              Heiðar Magnússon,

              Pétur Pétursson,

              Fríða Sveinsdóttir,

              Gísli Bjarnason,

             

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 08.05. 2017, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 124. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 392 dags. 17.02., nr. 393 dags. 27.03. og nr. 394 dags. 28.04. 2017. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 02.05. 2017, varðandi samráðshóp Hafnasambandsins og Fiskistofu sem komið var á fót að ósk Fiskistofu. Vill Fiskistofa með þessu reyna að efla samstarf og samskipti við hafnayfirvöld. Hafnarstjórn fagnar þessu framtaki Fiskistofu.

 

  1. Tölvupóstur frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 12.06. 2017. Meðfylgjandi er umsókn frá Nesver ehf. ódags. varðandi umsókn um breytingar á stærð lóðar að Norðurtanga 9 d, Ólafsvík. Einnig eru meðfylgjandi yfirlitsmynd af hluta hafnarsvæðis Ólafsvíkurhafnar og fundargerð umhverfis og skipulagsnefndar dags. 06.06. 2017. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og fela hafnarstjóra að ræða við umsækjanda.

 

  1. Bréf frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa dags. 13.06. 2017. Meðfylgjandi er skýrsla nefndarinnar varðandi banaslys í umferðinni sem varð við Ólafsvíkurhöfn þann 17.02. 2016. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar hafnarstjórnar.

 

  1. Bréf frá Vegagerðinni dags. 15.06. 2017, varðandi fjögurra ára samgönguáætlun tímabilið 2018 – 2021. Hafnarstjóri kynnti tillögu að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og að framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ. Tillagan samþykkt samhljóða, hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að ganga frá tillögunni.

 

  1. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 19.06. 2017. Meðfylgjandi eru bréf til Hafnasambandsins frá Gáru skipamiðlun ehf. ódags. varðandi meinta ábyrgð umboðsmanna skipa og greiðslu reikninga og minnisblað til Hafnasambandsins frá Jóhannesi K. Sveinssyni lögmanni hjá Landslögum slf. dags. 04.05. 2017, sem unnið var fyrir Hafnasambandið varðandi ábyrgð umboðsmanna (skemmtiferða) skipa. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30

 

Anton Ragnarsson formaður.

Pétur Pétursson.

Gísli Bjarnason.

Fríða Sveinsdóttir.

Heiðar Magnússon.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Getum við bætt efni þessarar síðu?