Hafnarstjórn
Formaður setti fundinn.
1. Bréf frá bæjarritara dags. 13.05. 2024, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 461 dags. 16.02., 462 dags. 22.03., nr. 463 dags. 07.05., nr. 464 dags. 15.08. og nr. 465 dags. 09.09. 2024. Lagt fram til kynningar.
3. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 08.07. 2024, varðandi samþykkt stofnunarinnar á viðbragðsáætlunum Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2024. Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 12.09. 2024, varðandi boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður á Akureyri dagana 24. – 25.10. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á þingið.
- Aðalmenn:
- Kristinn Jónasson bæjarstjóri
- Björn Arnaldsson hafnarstjóri
- Jón Bjarki Jónatansson formaður hafnarstjórnar
- Varamenn:
- Heiðar Magnússon
- Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir
- Tinna Ýr Gunnarsdóttir
Tillagan samþykkt samhljóða.
5. Dýpkun við Trébryggju við Norðurtanga í Ólafsvík. Hafnarstjóri kynnti teikningu af fyrirhuguðu dýpkunarsvæði og drög að samningi við Flakkarann ehf. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við Flakkarann ehf. í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15