Hafnarstjórn
100. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 31.03.2011, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík
Mættir:
Anton Ragnarsson,
Guðlaugur Gunnarsson,
Heiðar Magnússon,
Bárður Guðmundsson,
Alexander F. Kristinsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- bréf frá bæjarritara dags. 12.01.2011, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 99.fundar hafnarstjórnar. lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingarstofnun Íslands dags. 12.01.2011, varðandi Rifshöfn. Meðfylgjandi er teikning nr. B-8197, vegna dýptarmælinga dags. 25.11.2010, hnitaskrá á innsiglingarennu og hnit á staðsetningu á nýrri bauju innsiglingarennu. Samþykkt samhljóða að staðsetning á bauju verði eins og hnit á teikningu nr. B-8197 er. Fram kom hjá hafnarstjóra að fyrrnefnd teikning hafi legið frammi hjá hafnarvörðum á Rifi og einnig hefur hún verið afhent skipstjórnarmönum á Rifi.
- Bréf frá siglingarstofnun Íslands dags. 26.01.2011, varðandi styrkhæfar hafnarframkvæmdir frá hafnarsjóði árið 2011. Um er að ræða breikkun þekju og byggingu á masturshúsi á suðurþili í Ólafsvík. óskað er eftir staðfestingu hafnarstjórnar um að hafnarsjóður geti staðið undir greiðslum á heimhluta framkvæmdarkostnaðar. Samþykkt samhljóða að staðfesta að hafnarsjóður standi undir heimahlutanum.
- Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 335 dags. 04.02.2011, og nr.336 dags. 10.03.2011. lagt til kynningar.
- Ársreikningur Hafnasambands Íslands árið 2010. lagt til kynningar.
- Kaupsamningur vegna Norðurtanga 9a, Ólafsvík. Hafnarstjóri kynnti samninginn og ástæður þess að húseignin var keypt. Samningurinn samþykktur með 3 atkvæðum, 2 sátu hjá.
- Skýrsla Siglingarstofnunar Íslands um framkvæmd samgönguáætlunar árið 2009, Siglingamálaáætlun. Hafnarstjóri kynnti helstu atriði í skýrslunni varðandi framkvæmdir í höfnum Snæfellsbæjar og framkvæmdir við sjóvarnir í Snæfellsbæ. Lagt til kynningar.
- Skýrsla frá hag og upplýsingasviðið Sambands Íslenskra sveitafélaga um afkomu hafna árið 2009. Hafnarstjóri fór yfir og kynnti ýmis atriðið skýrslunnar. Lagt fram til kynningar.
- Hafnalög nr. 61/2003, m.s.b Lagt til kynningar.
- Reglugerð um hafnamál nr. 326/2004. Lagt til kynningar.
- Rætt um öryggisbúnað á olíudælum fyrir smábáta m.t.t. mengunar. Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að kanna málið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.00
Anton Ragnarsson.
Heiðar magnússon.
Guðlaugur Gunnarsson.
Alexander F. Kristinsson.
Bárður Guðmundsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.