Hafnarstjórn

109. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:34 - 14:34

 

109. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 09.07. 2013, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 15.04. 2013, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 108. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 356 dags. 08.04., nr. 357 dags. 08.05. og nr. 358 dags. 24.05. 2013. Lagt fram til kynningar.

 

3.      Tölvupóstur frá byggingafulltrúa Snæfellsbæjar dags. 16.04. 2013, varðandi ósk Nesvarga ehf. um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar, tímabilið 01.05. – 01.09. 2013. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að Nesvargar ehf. fái umbeðið leyfi. Samþykkt samhljóða.

 

4.      Tölvupóstur frá Siglingastofnun Íslands dags. 23.05. 2013, varðandi niðurstöður dýptarmælinga í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Mælingarnar fóru fram 29. – 30.04. 2013. Lagt fram til kynningar.

 

5.      Dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Rifshafnar í maí 2013. Hafnarstjóri fór yfir ástæður þess að dýpkað var á tilteknu svæði í innsiglingunni. Þá kynnti hann samning við Björgun ehf. dags. 14.05. 2013, að upphæð kr. 2.998.500.- m/vsk. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

6.      Tölvupóstur frá Siglingastofnun Íslands og Landhelgisgæslunni dags. 20.06. 2013, varðandi nýja bauju sem sett hefur verið út í innsiglingunni til Rifshafnar, á stað 64°55´039 N, 23°46´903 V. Hafnarstjóri gerði grein fyrir ástæðum þess að ný bauja var sett út og ný staðsetnig ákveðin af Siglingastofnun Íslands. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, né staðsetningu á nýju baujunni. Samþykkt samhljóða.

 

7.      Framkvæmdir við Gilbakka Ólafsvík. Hafnarstjóri kynnti teikningu frá ágúst 2012, af framkvæmdunum og gerir hafnarstjórn ekki athugasemdir við teikninguna, samþykkt samhljóða. Þá kynnti hafnarstjóri verksamning við Þ.G. Þorkelsson ehf. vegna “Ólafsvík – Slitlag Gilbakka 2013” dags. 30.06. 2013, að upphæð kr. 15.789.000.- m/vsk. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

8.      Framkvæmdir við plan á hafnarsvæði Rifshafnar, en um er að ræða svæðið frá götu við Hafnarhús og yfir að bílastæði við Trébryggju. Hafnarstjóri kynnti teikningadrög að framkvæmdum á svæðinu frá júní 2013, sem unnin eru af Landslagi ehf. landslagsarkitektar. Hafnarstjórn samþykkti drögin samhljóða, en óskar eftir því að fyrirkomulag og stærð bílastæða á móti Hafnarhúsi verði endurskoðað.

 

9.      Bréf frá starfsfólki Siglingastofnunar Íslands ódags. varðandi stofnun Samgöngustofu. Fram kemur m.a. í bréfinu að Samgöngustofa taki við stjórnsýsluverkefnum Siglingastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar svo og öllum verkefnum Flugmálastjórnar Íslands og Umferðarstofu. Þá þakkar starfólk Siglingastofnunar fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og væntir þess sama á nýjum vettvangi. Lagt fram til kynningar.

 

10.  Bréf frá starfsfólki siglingasviðs Vegagerðarinnar dags. 26.06. 2013. Fram kemur m.a. í bréfinu að þann 01.07. 2013, sameinast hafna og rekstrarsvið Siglingastofnunar Íslands Vegagerðinni og verða að nýju sviði hjá Vegagerðinni, siglingasviði. Hafnaframkvæmdir, vitarekstur og sjóvarnir varða þá undir Vegagerðinni. Starfsfólk hafna og rekstrarsviðs Siglingastofnunar þakkar samstarfið á liðnum árum og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi á siglingasviði Vegagerðarinnar. Lagt fram til kynningar.

 

11.  Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 28.06. 2013, varaðandi tjónastyrk. Vísað er í bréf frá hafnarstjóra dags. 19.04. 2013, þar sem óskað var eftir tjónastyrk úr hafnabótasjóði til viðgerða á Norðurgarðinum í Ólafsvík. Málið var tekið fyrir í hafnaráði þann 07.06. 2013, og fékk jákvæðar undirtektir. Siglingastofnun hefur því samþykkt að veita hafnarsjóði Snæfellsbæjar tjónastyrk úr B-deild hafnabótasjóðs til viðgerða á Norðurgarðinum sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði án vsk., þó að hámarki kr. 14.300.000.- Lagt fram til kynningar.

 

12.  Ársreikningur hafnarsjóðs árið 2012. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

13.  Hafnarstjóri greindi frá því að Þórný Axelsdóttir ekkja Konráðs Ragnarssonar á Hellissandi, hafi fært Rifshöfn að gjöf málverk af Skarðsvík SH – 205, en báturinn var gerður út frá Rifi í mörg ár. Var Konráð stýrimaður á Skarðsvíkinni til margra ára. Hafnarstjórn kann Þórnýju bestu þakkir fyrir gjöfina.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30
Getum við bætt efni þessarar síðu?