Hafnarstjórn

108. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:36 - 14:36

 

108. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn mánudaginn 25.03. 2013, kl. 20.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Örn Arnarson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 06.12. 2012, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 107. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 352 dags. 19.11. 2012, nr. 353 dags. 18.01., nr. 354 dags. 15.02. og nr. 355 dags. 14.03. 2013. Lagt fram til kynningar.

 

3.      Minnisblað frá Siglingastofnun Íslands dags. 21.03. 2013, varðandi tjónaskoðun á grjótgörðum í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn eftir óveðrið þann 29.12. 2012. Fram kemur m.a. í minnisblaðinu að engar skemmdir hafi orðið á Suðurgarðinum í Ólafsvík og á Norðurgarðinum í Rifi, en Norðurgarðurinn í Ólafsvík skemmdist og kom m.a. skarð í garðinn. Niðurstaða Siglingastofnunar er að garðurinn þarfnist viðgerða og þurfi viðgerðin að fara fram fyrr en seinna. Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að vinna áfram í málinu og að tryggja fjármagn í viðgerðina í samvinnu við Siglingastofnun.

 

4.      Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

 

5.      Rætt um staðsetningu á HMF löndunarkrana á Trébryggjunni við Norðurtanga í Ólafsvík. Hafnarstjóra falið að kanna málið.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00

 

Eftir fundinn fóru fundarmenn og skoðuðu framkvæmdir við nýtt vigtarhús í Rifi.

 

Anton Ragnarsson formaður.

Örn Arnarson.

Bárður Guðmundsson.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?