Hafnarstjórn

107. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:38 - 14:38

 

107. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 04.12. 2012, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 24.09. 2012, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerðum 103., 104. og 105. funda hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá bæjarritara dags. 10.10. 2012, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 106. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

3.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 349 dags. 29.08. nr. 350 dags. 19.09. og nr. 351 dags. 15.10. 2012. Lagt fram til kynningar.

 

4.      Samgönguáætlun tímabilið 2013 – 2016, sbr. 2. lið í fundargerð 106. fundar hafnarstjórnar. Hafnarstjóri kynnti tillögu að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ á tímabilinu. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5.      Dýptarmælingar í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Hafnarstjóri kynnti drög að mælingasvæðum í höfnunum, en ákveðið er að dýptarmæla á næsta ári. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.

 

6.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2013. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10

 

Anton Ragnarsson formaður.

Guðlaugur Gunnarsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Bárður Guðmundsson.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?