Hafnarstjórn

106. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:40 - 14:40

 

106. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn mánudaginn 10.09. 2012, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:   Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Friðþjófur Sævarsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Fundargerð aðalfundar Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð dags. 12.05. 2012. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 29.06. 2012, varðandi fjögurra ára samgönguáætlun tímabilið 2013 – 2016. Samþykkt samhljóða að ræða málið á næsta fundi.

 

3.      Bréf frá Rafni Guðlaugssyni útgerðarmanni Katrínar SH – 575 og Friðrik Magnússyni útgerðarmanni Keilis II AK – 4, dags. 25.07. 2012, varðandi innheimtu hafnarsjóðs á aflagjöldum þegar bréfritarar flytja út skötusel á markað í Danmörku. M.a. kemur fram í bréfinu að túlkun þeirra á heildaraflaverðmæti afla sé það verðmæti sem útgerðir þeirra fá greitt eftir að hafa greitt ýmsan kostnað vegna útflutningsins. Þá kemur einnig fram að þeir telja það vera réttmætt sanngirnismál, að hafnarsjóður eigi ekki að innheimta af þeim aflagjald sem er vegna kostnaðar á vegum útflytjandans.

 

Hafnarstjóri lagði fram eftirtalin gögn.

·         Hafnalög nr. 61/2003, m.s.b. og vísar þar í 17. grein laganna.

·         Gjaldskrá hafnarsjóðs Snæfellsbæjar dags. 15.03. 2012, og vísar þar í 11. grein hennar.

Í báðum þessum gögnum kemur skýrt fram, að innheimta eigi aflagjöld af       heildaraflaverðmæti afla.

 

Formaður og hafnarstjóri lögðu fram eftirfarandi bókun.

“Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hafnar þeirri túlkun bréfritara að heildaraflaverðmæti landaðs afla sé aflaverðmæti að frádregnum ýmsum kostnaði vegna útflutnings afla á markað erlendis og að aflagjald verði þá innheimt af því aflaverðmæti. Hafnarsjóður Snæfellsbæjar hefur innheimt aflagjöld af heildaraflaverðmæti afla og ekki samþykkt neinn frádrátt vegna kostnaðar. Ef samþykkja á heimild til frádráttar vegna útflutnings afla á markað erlendis, en ekki til þeirra sem landa afla á heimamarkaði er það brot á jafnræðisreglu og er þá farið að mismuna aðilum, en slíkt er óheimilt. Erindi bréfritara um að fá að draga ýmsan kostnað frá heildaraflaverðmæti við innheimtu á aflagjaldi er því hafnað.”

Bókunin samþykkt samhljóða.

 

4.      Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 14.08. 2012, varðandi 38. hafnasambandsþing sem haldið verður í Vestmannaeyjum dagana 20. – 21.09. 2012.

Tillaga lögð fram um að eftirtaldir mæti á þingið.

Aðalmenn:     Björn Arnaldsson hafnarstjóri,

Anton Ragnarsson formaður hafnarstjórnar,

Kristinn Jónasson bæjarstjóri.

Varamenn:    

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5.      Verksamningur við Þ.G.Þorkelsson ehf. vegna verksins “Rifshöfn, þekja Norðurþil að Hafnargötu” dags. 13.08. 2012, að upphæð kr. 10.029.657. m/vsk. Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

6.      Bygging á nýju vigtarhúsi við Rifshöfn. Hafnarstjóri lagði fram minnisblað dags. 06.09. 2012, og þar kemur m.a. fram að eftirfarandi tilboð hafi borist í byggingu hússins.

 

ü  Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf. Grundarfirði,        kr. 37.109.132.   113.3%

 

ü  Kostnaðaráætlun verkkaupa,                                     kr. 32.741.292.   100.0%

Allar upphæðir eru með virðisaukaskatti.

 

Hafnarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við bjóðanda á grundvelli

tilboðs félagsins kr. 37.109.132. Samþykkt samhljóða.

 

7.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 347 dags. 20.06. 2012, og nr. 348 dags. 10.08. 2012. Lagt fram til kynningar.

 

8.      Rætt var um merkingar í innsiglingunni til Rifshafnar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?