Hafnarstjórn

105. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:41 - 14:41

 

105. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 31.05. 2012, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi dags. 25.04. 2012. Í bréfinu er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi hafnarsjóðs við uppbyggingu og rekstur Sjóminjasafnsins. Samþykkt samhljóða að veita safninu styrk að upphæð kr. 400.000. Anton Ragnarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við safnið.

 

2.      Bygging á nýju vigtarhúsi við Rifshöfn. Hafnarstjóri sagði frá gangi mála, en verklýsing og teikningar eru tilbúin. Samþykkt samhljóða að viðhafa verðkönnun í samræmi við innkaupareglur Snæfellsbæjar við byggingu á húsinu og gefa fyrirfram ákveðnum aðilum kost á að taka þátt í verðkönnuninni. Hafnarstjóri lagði fram lista yfir þá aðila. Listinn samþykktur samhljóða.

 

3.      Framkvæmdir við þekju Arnarstapahöfn, sbr. lið 7 í fundargerð 104. fundar hafnarstjórnar. Samþykkt samhljóða að loka höfninni vegna framkvæmda þegar strandveiðum lýkur í ágúst n.k. og til 30.09. 2012.

 

4.      Framkvæmdir við Gilbakka Ólafsvík. Hafnarstjóri sagði frá þeirri hugmynd að steypa götuna frá ljósamasturshúsi við Trébryggjuna og inn að grjótgarði við Suðurþil nú í sumar. Þá kynnti hann teikningadrög að hugmyndinni.

Samþykkt samhljóða.

 

5.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 344 dags. 16.03. 2012, nr. 345 dags. 23.04. 2012 og nr. 346 dags. 15.05. 2012. Lagt fram til kynningar.

 

6.      Ársreikningur Hafnarsjóðs árið 2011. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

7.      Tölvupóstur frá Smára Björnssyni byggingafulltrúa Snæfellsbæjar dags. 31.05. 2012. Þar er óskað eftir afstöðu hafnarstjórnar vegna viðbyggingar við hús Hraðfrystihúss Hellissands h.f. við Rifshöfn. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við þessa framkvæmd, en gerir eftirfarandi fyrirvara.

 

·         Lokað verði fyrir alla umferð frá bílaplani þar sem viðbyggingin verður byggð og út á bryggjuna.

·         Hraðfrystihúsið útbúi ný bílastæði á lóð sinni í stað þeirra sem fara undir viðbygginguna.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10

 

Anton Ragnarsson formaður.

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?