104. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 15.03. 2012, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Anton Ragnarsson formaður,
Heiðar Magnússon,
Örn Arnarson,
Friðþjófur Sævarsson,
Alexander F. Kristinsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Skýrsla Siglingastofnunar Íslands um framkvæmd samgönguáætlunar árið 2010, siglingamálaáætlun. Hafnarstjóri kynnti skýrsluna og fór yfir þau atriði hennar sem snúa að höfnum Snæfellsbæjar og að sjóvörnum í Snæfellsbæ. Lagt fram til kynningar.
2. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 09.01. 2012. Meðfylgjandi er yfirlitsskýrsla um sjóvarnir árið 2011, dags. í desember s.l. Hafnarstjóri kynnti þau atriði skýrslunnar sem varða sjóvarnir í Snæfellsbæ. Lagt fram til kynningar.
3. Bréf frá Olíuverslun Íslands h.f. dags. 22.02. 2012, varðandi ósk félagsins um að fá að setja upp búnað á enda flotbryggju sem olíuafgreiðsla þeirra er á í Ólafsvíkurhöfn. Er þessi búnaður sambærilegur þeim sem Skeljungur h.f. er með á flotbryggju í Ólafsvíkurhöfn vegna olíuafgreiðslu. Samþykkt samhljóða til tveggja ára, en þá verði málið endurskoðað þar sem stefna hafnarstjórnar er að olíufélögin verði með sínar eigin flotbryggjur fyrir olíuafgreiðslur.
4. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 342 dags. 18.11. 2011 og nr. 343 dags. 17.02. 2012. Lagt fram til kynningar.
5. Ársreikningur Hafnasambands Íslands árið 2011. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn. Lagt fram til kynningar.
6. Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
7. Framkvæmdir við þekju Arnarstapahöfn. Rætt var um framkvæmdatíma og hvaða tími hentaði best til framkvæmda með sem minnstri röskun fyrir starfsemi hafnarinnar, en steypa á nýja þekju ofan á þá sem fyrir er, skipta á um polla, kanttré o.fl. Samþykkt samhljóða að ræða málið á næsta fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.00
Anton Ragnarsson formaður.
Heiðar Magnússon,
Örn Arnarson.
Friðþjófur Sævarsson.
Alexander F. Kristinsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |