Hafnarstjórn

103. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:44 - 14:44

 

103. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 22.12. 2011, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:  Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson,

Bárður Guðmundsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 05.09. 2011, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 102. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 21.11. 2011, varðandi umhverfisstefnu hafna. Meðfylgjandi eru drög umhverfis og öryggisnefndar Hafnasambandsins að umhverfisstefnu og gögn þar sem tíunduð eru þau lög og reglugerðir sem varða umhverfisþætti í rekstri hafna. Hafnarstjóri fór yfir og kynnti helstu atriði í meðfylgjandi gögnum. Samþykkt samhljóða að ræða málið betur síðar.

 

3.      Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 30.11. 2011, varðandi áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum. Lagt fram til kynningar og verður rætt síðar.

 

4.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 340 dags. 19.08. 2011 og nr. 341 dags. 07.10. 2011. Lagt fram til kynningar.

 

5.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2012. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

6.      Bygging á nýju vigtarhúsi við Rifshöfn. Hafnarstjóri sagði frá gangi mála, en verið er að ljúka við teikningar af þaki hússins og verða þær tilbúnar í janúar n.k.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.20

 

Anton Ragnarsson formaður.

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson.

Bárður Guðmundsson.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?