102. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 16.08. 2011, kl. 20.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Anton Ragnarsson formaður,
Arnar L. Jóhannsson,
Heiðar Magnússon,
Bárður Guðmundsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Bréf frá bæjarritara dags. 13.07. 2011, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 101. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
2. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 14.07. 2011, varðandi útboðið “Ólafsvík, Suðurþil – steypt þekja og masturshús, Arnarstapi steypt þekja.” Eftirfarandi tilboð bárust og voru þau opnuð þann 14.07. 2011.
· Þ.G. Þorkelsson ehf. Grundarfirði, kr. 37.447.974. 71.59%
· Almenna umhverfisþjónustan ehf. Grundarfirði, kr. 37.998.900. 72.64%
· Á.Á. verktakar ehf. Reykjanesbæ, kr. 47.671.000. 91.13%
· Stálborg ehf. Hafnarfirði, kr. 50.776.520. 97.07%
· Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands, kr. 52.311.850. 100.00%
Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að samið verði við lægstbjóðanda Þ.G. Þorkelsson ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Þ.G. Þorkelsson ehf. á grundvelli tilboðsins kr. 37.447.974.
Þá kynnti hafnarstjóri teikningar að fyrrnefndum framkvæmdum sbr. lið nr. 8 í fundargerð 101. fundar hafnarstjórnar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar.
3. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 338 dags. 12.05. 2011, og nr. 339 dags. 09.06. 2011. Lagt fram til kynningar.
4. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 08.08. 2011, varðandi hafnafund sem haldinn verður í Reykjavík þann 16.09. 2011. Meðfylgjandi er dagskrá fundarins. Tillaga lögð fram um að eftirtaldir mæti á fundinn:
Björn Arnaldsson hafnarstjóri,
Anton Ragnarsson formaður hafnarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5. Bygging á nýju vigtarhúsi við Rifshöfn. Hafnarstjóri sagði frá gangi mála, en verið er að vinna við teikningar og verklýsingu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.25
Anton Ragnarsson formaður.
Heiðar Magnússon.
Arnar L. Jóhannsson,
Bárður Guðmundsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |