101. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 08.06. 2011, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Anton Ragnarsson formaður,
Arnar L. Jóhannsson,
Heiðar Magnússon,
Bárður Guðmundsson,
Alexander F. Kristinsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Bréf frá bæjarritara dags. 11.04. 2011, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 100. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 337 dags. 28.03. 2011. Lagt fram til kynningar.
3. Kauptilboð í Norðurtanga 9a, Ólafsvík dags. 27.05. 2011, frá Nesver ehf. Rifi. Kauptilboðið samþykkt samhljóða.
4. Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána, einnig kynnti hafnarstjóri yfirlit yfir gjaldskrár hafna dags. 14.03. 2011, sem Siglingastofnun Íslands hefur tekið saman. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
5. Bygging á nýju vigtarhúsi við Rifshöfn. Hafnarstjóri kynnti teikningar af fyrirhuguðu húsi, m.a. grunnteikningu og útlitsteikningu. Jafnframt kynnti hann tillögu að utanhússklæðningu samkvæmt teikningu, bæði efni og lit. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða.
6. Ársreikningur hafnarsjóðs árið 2010. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
7. Tölvupóstur frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 07.06. 2011, varðandi umsókn frá IV Iceland ehf. um lóð við Smiðjugötu 5, Rifi og er óskað er eftir umsögn hafnarstjórnar. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að félaginu verði úthlutað viðkomandi lóð, en setur eftirfarandi fyrirvara.
· Þar sem hluti lóðarinnar fer inn á svonefnt vikurplan sem er í eigu hafnarsjóðs, verður félagið að greiða hafnarsjóði fyrir þann hluta vikurplansins.
· Óski félagið eftir að nota hluta af vikurplaninu vegna starfsemi sinnar,
verður að gera um það sérstakan samning við hafnarsjóð.
Samþykkt samhljóða.
8. Framkvæmdir við nýja þekju á Suðurþili Ólafsvík og við þekju á Arnarstapa. Hafnarstjóri kynnti teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15
Anton Ragnarsson formaður.
Arnar L. Jóhannsson,
Heiðar Magnússon.
Alexander F. Kristinsson.
Bárður Guðmundsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |