Hafnarstjórn

99. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:52 - 14:52

 

99. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 22.12. 2010, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Guðlaugur Gunnarsson,

Heiðar Magnússon,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 09.08. 2010, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 97. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá bæjarritara dags. 11.10. 2010, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 98. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

3.      Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 332 dags. 22.09. 2010, nr. 333 dags. 05.11. 2010 og nr. 334 dags. 10.12. 2010. Lagt fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð 37. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands, sem haldið var á Snæfellsnesi 23. – 24.09. 2010. Lagt fram til kynningar.

 

5.      Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags 10.11. 2010, varðandi tvær ályktanir sem samþykktar voru á 37. hafnasambandsþingi. Annars vegar um hlutverk og tækifæri hafna og hins vegar um umhverfisstarf hafna. Jafnframt sendi hafnasambandið ársreikning fyrir árin 2008 og 2009, fjárhagsáætlun fyrir árin 2010, 2011 og 2012, yfirlit yfir árgjöld aðildarhafna fyrir árið 2010 og tillögu að árgjöldum fyrir árin 2011 og 2012, sem samþykkt var á þinginu. Lagt fram til kynningar.

 

6.      Bréf frá Fiskistofu dags. 11.11. 2010, varðandi ósk frá Litlalóni ehf. Ólafsvík um endurvigtunarleyfi. Hafnarstjórn samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemdir við að Litlalóni ehf. verði veitt umbeðið leyfi.

 

7.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2011. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

8.      Rætt um merkingar í innsiglingunni til Rifshafnar og dýpi í innsiglingarennu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.30

 

Anton Ragnarsson formaður.

Guðlaugur Gunnarsson.

Heiðar Magnússon.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?