Hafnarstjórn

98. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:56 - 14:56

 

98. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 26.08. 2010, kl. 18.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:

Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Bárður Guðmundsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 06.08. 2010, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 97. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 19.04. 2010, sbr. 5. lið fundargerðar 96. fundar hafnarstjórnar, varðandi fjögurra ára samgönguáætlun tímabilið 2011 – 2014. Hafnarstjóri kynnti tillögu að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og að framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ á tímabilinu. Tillagan samþykkt samhljóða. Þá var samþykkt samhljóða að staðfesta eldri verkefni sem voru á samgönguáætlun tímabilið 2007 – 2010 og einnig verkefni sem kann að vera ólokið frá árunum 2007 – 2008, eins og óskað er eftir í bréfinu.

 

3.      Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 16.08. 2010, varðandi hafnasambandsþing sem haldið verður á Snæfellsnesi 23. – 24.09. 2010. Tillaga lögð fram um að eftirtaldir mæti á þingið.

 

Aðalmenn:   Björn Arnaldsson,           Varamenn:  Guðlaugur Gunnarsson.

Kristinn Jónasson,                              Alexander F. Kristinsson.

Anton Ragnarsson,                             Bárður Guðmundsson.

Arnar L. Jóhannsson.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?