Hafnarstjórn

97. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:58 - 14:58

 

97. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 07.07. 2010, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Guðlaugur Gunnarsson,

Alexander F. Kristinsson,

Bárður Guðmundsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Hafnarstjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

1.      Kosning formanns. Tillaga lögð fram um Anton Ragnarsson. Tillagan samþykkt samhljóða. Anton tók við stjórn fundarins.

2.      Kosning varaformanns. Tillaga lögð fram um Arnar L. Jóhannsson. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 05.07. 2010, varðandi útboðið “Ólafsvík, Suðurgarður endurbygging og breikkun.” Eftirfarandi tilboð bárust og voru þau opnuð þann 03.06. 2010.

 

1. K.N.H. ehf. Ísafirði,                                               kr. 34.031.743.  68.46%

2. Tígur ehf. Súðavík,                                                 kr. 35.971.323.  72.37%

3. Ísar ehf. Reykjavík,                                               kr. 38.810.150.  78.08%

4. Stafnafell ehf. Snæfellsbæ,                                    kr. 41.808.100.  84.11%

5. Norðurtak ehf. Sauðárkróki,                                   kr. 41.914.700.  84.32%

 

Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands,          kr. 49.709.790. 100.00%

 

Við yfirferð Siglingastofnunar á tilboðunum reyndist reiknivilla í tilboði K.N.H. ehf. og var því tilboðið eftir leiðréttingu kr. 40.249.255. eða 80.97% af kostnaðaráætlun. Siglingastofnun leggur til í bréfinu að gengið verði til samninga við Tígur ehf. á grundvelli tilboðs félagsins, en að samningsupphæðin verði kr. 27.238.355. þar sem magn var oftekið á tilboðsblaði um 4.902 m3. Þá kemur fram í bréfinu að magnminkun hafði ekki áhrif á röð bjóðenda. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Tígur ehf. á grundvelli tilboðsins, en að samningsupphæðin verði kr. 27.238.355.

 

4.      Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

 

5.      Skýrsla Siglingastofnunar Íslands dags. í apríl 2010, um framkvæmd samgönguáætlunar 2008, siglingamálaáætlun. Hafnarstjóri fór yfir skýrsluna og kynnti þau atriði sem snúa að höfnum Snæfellsbæjar og sjóvörnum í Snæfellsbæ. Lagt fram til kynningar.

 

6.      Skýrsla nefndar um fjárhagsvanda hafna dags. 18.12. 2009. Hafnarstjóri kynnti skýrsluna og fór yfir helstu atriði hennar. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15

 

Anton Ragnarsson formaður.

Guðlaugur Gunnarsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Alexander F. Kristinsson.

Bárður Guðmundsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?