Hafnarstjórn

96. fundur 12. júlí 2016 kl. 14:59 - 14:59

 

96. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 26.05. 2010, kl. 18.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Örn Arnarson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 05.03. 2010, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 95. fundar hafnarstjórnar. Fram kemur í bréfinu varðandi 3. lið fundargerðarinnar, að bæjarstjórn vill árétta það við hafnarstjórn að þetta er afar viðkvæmt svæði og æskilegt að tekið sé tillit til þess þegar ákvörðun verður tekin um málið. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá N 1 ehf. dags. 27.01. 2010, sbr. 3. lið 95. fundar hafnarstjórnar dags. 17.02. 2010. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun. “Hafnarstjórn er sammála eftirfarandi áliti bæjarstjórnar á fundi hennar dags. 04.03. 2010. Þá vill bæjarstjórn árétta það við hafnarstjórn að þetta er afar viðkvæmt svæði og æskilegt að tekið sé tillit til þess þegar ákvörðun verður tekin um málið. Þá vill hafnarstjórn benda á að mjög mikil þrengsli eru á hafnarsvæðinu og að ekki er pláss fyrir fleiri olíuafgreiðslur á bryggjunni.” Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

 

3.      Tölvupóstur frá Siglingastofnun Íslands dags. 25.03. 2010, varðandi merkingar á innsiglingunni til Rifshafnar. Fram kemur í bréfinu að Siglingastofnun leggur eftirfarandi til.

·         Sett verði rauð bauja sunnan við beygju við síðasta legg rennu að höfn.

·         Núverandi leiðarljós verði tekin niður.

·         Þar sem innsti hluti innsiglingarennu liggur að sunnanverðu í hafnarmynni er lagt til að komið verði upp leiðarlínu á þeim legg.

Meðfylgjandi eru loftmyndir sem sýna staðsetningu á bauju og leiðarlínu.

Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar er kr. 4.400.000. Samþykkt samhljóða að

fara í þessa framkvæmd.

 

4.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 26.03. 2010, varðandi ósk hafnarstjórnar dags. 02.02. 2010, um að endurbygging stálþils við Norðurkant í Rifshöfn verði sett inn á hafnaáætlun við endurskoðun hennar fyrir tímabilið 2009 – 2012. Fram kemur í bréfinu að erindið hafi verið lagt fyrir fund hafnaráðs dags. 19.02. 2010. Þá kemur fram að hafnir Snæfellsbæjar falla undir a. lið 24. gr. hafnalaga nr. 61/2003 m.s.b. og er samkvæmt því ekki heimilt að styrkja þessa framkvæmd og er erindinu því hafnað. Lagt fram til kynningar.

 

Arnar L. Jóhannson kom nú til fundar.

 

5.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 19.04. 2010, varðandi fjögurra ára samgönguáætlun tímabilið 2011 – 2014. Fram kemur í bréfinu að umsóknir um ríkisframlög þurfi að senda til Siglingastofnunar fyrir 01.08. 2010. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

 

6.      Bréf frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 25.05. 2010, varðandi erindi Valafells ehf. um stækkun á lóð við Snoppuveg 4, Ólafsvík. Meðfylgjandi er bréf Valafells ehf. dags. 03.05. 2010. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og afla gagna um núverandi lóðamörk Snoppuvegar 4.

 

7.      Suðurgarður, endurbygging og breikkun Ólafsvík. Fram kom hjá hafnarstjóra að auglýst var eftir tilboðum í þessa framkvæmd þann 15.05. 2010 og verða tilboðin opnuð þann 03.06. 2010. Þá kynnti hafnarstjóri útboðsgögn þ.e. teikningar af grjótgarðinum. Engar athugasemdir gerðar við útboðsgögnin.

 

8.      Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2009. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

9.      Framkvæmdir við fingurflotbryggju í Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóri sagði frá því að búið væri að panta hlið á landgang flotbryggjunnar og hófst vinna við teikningar o.fl. þann 09.03. 2010. Engar athugasemdir gerðar við framkvæmdina.

 

Þar sem þetta er síðasti fundur hafnarstjórnar á kjörtímabilinu þá þakkaði hafnarstjóri stjórnarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50

 

Anton Ragnarsson formaður.

Örn Arnarson.

Arnar L. Jóhannsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?