Hafnarstjórn

95. fundur 12. júlí 2016 kl. 15:01 - 15:01

 

95. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 17.02. 2010, kl. 21.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 30.06. 2009, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 94. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Framkvæmdir við Norðurgarð og sandfangara í Rifi. Hafnarstjóri kynnti stöðu framkvæmda og hvernig unnið var úr málum eftir að verktakinn Nettur ehf. varð gjaldþrota í maí s.l. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í mars n.k.

 

3.      Bréf frá N 1 ehf. dags. 27.01. 2010, varðandi ósk félagsins um að setja upp olíuafgreiðslu fyrir smábáta við höfnina á Arnarstapa. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

 

4.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2010. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.55

 

Anton Ragnarsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?