Hafnarstjórn

93. fundur 12. júlí 2016 kl. 15:05 - 15:05

 

93. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn mánudaginn 02.02. 2009, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Friðþjófur Sævarsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 14.11. 2008, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 92. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá N1 ehf. dags. 20.11. 2008, varðandi ósk félagsins um niðurfellingu í á gjaldi í fimm ár vegna aðstöðu fyrir olíudælu á flotbryggju í Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóri greindi frá samskiptum sínum við fulltrúa félagsins vegna málsins. Þá fór hafnarstjóri yfir þann kostnað sem hafnarsjóður hefur lagt út í vegna dýpkunarframkvæmda á því svæði hafnarinnar sem félagið óskaði eftir að setja búnað sinn niður. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

 

3.      Innheimta vigtargjalda. Hafnarstjórn hefur rætt um innheimtu á vigtargjöldum á fundum sínum nr. 90 og 92, eftir bréf dags. 13.12. 2007 og ábendingu frá Fiskmarkaði Íslands h.f. Hafnarstjóri sagði frá því að hann ásamt bæjarstjóra hafi átt fund með framkvæmdastjóra Fiskmarkaðarins vegna málsins. Samþykkt samhljóða að frá og með 01.01. 2009, verði vigtargjöld innheimt hjá seljanda afla.

 

4.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2009. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

5.      Rætt var um merkingar í innsiglingunni til Rifshafnar. Samþykkt samhljóða að óska eftir því við Siglingastofnun Íslands að stofnunin endurskoði fyrirkomulag allra merkinga í innsiglingunni. Þá kynnti hafnarstjóri tillögu að staðsetningu á ljósum á innan verðum Norðurgarðinum þ.e. á nýja hluta garðsins. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við tillöguna.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15

 

Anton Ragnarsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Friðþjófur Sævarsson.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?