Hafnarstjórn

92. fundur 12. júlí 2016 kl. 15:08 - 15:08

 

92. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn mánudaginn 25.08. 2008, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:           Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

1.      Bréf frá bæjarritara dags. 04.07. 2008, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 91. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

2.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 02.05. 2008, varðandi sjóvörn við Barðastaði í Snæfellsbæ. Þar kemur fram að Siglingastofnun hefur samþykkt að framkvæmdum verði flýtt og unnið við þær á þessu ári. Hafnarstjóri greindi frá samskiptum sínum við Siglingastofnun og eiganda Barðastaða og þeim bréfaskrifum sem fram hafa farið á milli aðila. Lagt fram til kynningar.

 

3.      Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 30.06. 2008, varðandi 36. hafnasambandsþing sem haldið verður á Akureyri 25. og 26.09. 2008. Samþykkt samhljóða að eftirtaldir mæti á þingið.

Aðalmenn: Björn Arnaldsson,

Anton Ragnarsson,

Kristinn Jónasson.

Varamenn:  

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson.

 

4.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 10.07. 2008, varðandi bráðabirgðaákvæði um verðbætur í útboðum hafnarframkvæmda. Fram kemur í bréfinu að Siglingastofnun leggur til að tímabundið verði hafnarframkvæmdir verðbættar eftir sömu reglum og hafa gilt fyrir verk sem unnin hafa verið á lengri tíma en 12 mánuðum þ.e.a.s. breytingar á vísitölu umfram 3% á ári, (0.24663% á mánuði.) Ákvörðun þessi gidir út árið 2008 og verður endurskoðuð fyrir árslok. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða þessa tillögu Siglingastofnunar.

 

5.      Skipulag hafnarsvæðis í Rifi. Hafnarstjóri kynnti tillögur að breytingum á aðalskipulagi Snæfellsbæjar og á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við tillögurnar.

 

6.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 14.07. 2008, varðandi breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar og á deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Rifi. Siglingastofnun gerir eina athugasemd við orðalag varðandi aðalskipulagið. Fram kom hjá hafnarstjóra að athugasemdin hafi verið send til umhvefis og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar. Lagt fram til kynningar.

 

7.      Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags 11.08. 2008, varðandi útboðið “Rifshöfn, lenging Norðurgarðs og sandfangari.” Eftirtalin tilboð bárust og voru þau opnuð þann 29.05. 2008.

 

·         Nettur ehf. Reykjavík,                                          kr. 115.518.805.     58.9%

·         Suðurverk ehf. Reykjavík,                                    kr. 134.450.190.     68.6%

·         Norðurtak ehf. Sauðárkróki,                                 kr. 192.451.100.     98.2%

·         K.N.H. ehf. Ísafirði,                                             kr. 196.266.175.     100.1%

·         Víðimelsbræður ehf. Sauðárkróki,                        kr. 199.000.000.     101.5%

·         Borverk ehf. Reykjavík,                                       kr. 199.999.999.     102.0%

·         Óskaverk ehf. Reykjavík,                                     kr. 222.825.250.     113.7%

·         Hagtak h.f. Hafnarfirði,                                        kr. 284.647.500.     145.2%

·         Klæðning ehf. Kópavogi,                                     kr. 288.000.000.     146.9%

 

·         Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands,        kr. 196.056.900.     100.0%

 

Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að samið verði við      lægstbjóðanda Nett ehf. Rætt hefur verið við Hjört L. Jóhannsson hjá Netti ehf. og mun fyrirtækið standa við tilboð sitt. Þá kemur fram í bréfinu að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði útboðsins. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Nett ehf. á grundvelli tilboðsins kr. 115.518.805.

 

8.      Samningur um tryggingar við Vátryggingafélag Íslands h.f. dags. 11.06. 2008. Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

9.      Ársreiknigur hafnarsjóðs árið 2007. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikngurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

10.  Vigtargjöld sbr. 2. lið fundargerðar 90. fundar hafnarstjórnar. Eftir viðræður bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækisins um málið tók hafnarstjóri í samráði við bæjarstjóra, ákvörðun um að hafa innheimtu vigtargjalda óbreytta. Hafnarstjórn afturkallar fyrri samþykkt sína og staðfestir ákvörðun hafnarstjóra. Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.15

 

Anton Ragnarsson formaður.

Fríða Sveinsdóttir.

Alexander F. Kristinsson.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?