Hafnarstjórn

91. fundur 12. júlí 2016 kl. 15:09 - 15:09

 

91. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 22.05. 2008, kl. 17.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Örn Arnarson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 11.02. 2008, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 90. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 14.01. 2008, varðandi gjaldskrármál hafna. Meðfylgjandi eru tvö bréf frá Landssambandi Íslenskra útvegsmanna til Hafnasambandsins dags. 04.01. og 29.01. 2008, varðandi gjaldskrár. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 18.01. 2008, varðandi viðbótarstyrk að upphæð kr. 2.000.000. vegna framkvæmda við endurbyggingu á Trébryggju í Ólafsvíkurhöfn. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 31.01. 2008, varðandi samgönguáætlun fyrir tímabilið 2009 – 2012. Hafnarstjóri kynnti tillögu að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar þ.e. Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn vegna þessa tímabils. Tillagan samþykkt samhljóða. Þá var samþykkt samhljóða að staðfesta þær framkvæmdir sem eru á núgildandi samgönguáætlun og unnið verður við árin 2009 og 2010. Einnig var samþykkt samhljóða að staðfesta þær framkvæmdir sem ólokið er frá árunum 2007 og 2008.

 

  1. Bréf frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 03.04. 2008, varðandi fyrirspurn frá hafnarstjóra dags. 02.04. 2008, um hugsanlegan akstur á “búkollum” frá grjótnámu fyrir ofan Rif, að framkvæmdasvæði við lengingu Norðurgarðs og byggingu sandfangara við Rifshöfn. Fram kemur í bréfinu að nefndin hafi frestað erindinu og óski eftir frekari gögnum vegna málsins. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Gjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána, einnig kynnti hann yfirlit um gjaldskrár hafna dags. 14.05. 2008, sem Siglingastofnun Íslands hefur tekið saman. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

 

  1. Hafnarstjóri sagði frá viðgerð sem unnið er að á stálþili við Austurkant í Rifshöfn. Þar var fimm metra löng rifa á þilinu og er m.a. verið að sjóða plötur fyrir gatið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.55

 

Anton Ragnarsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Örn Arnarson.

Alexander F. Kristinsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?