89. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 11.12. 2007, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Anton Ragnarsson formaður,
Örn Arnarson,
Arnar L. Jóhannsson,
Björn E. Jónasson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 24.07. 2007, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 88. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 20.07. 2007, varðandi útboðið “Snæfellsbær stálþil 2007.” Eftirfarandi tilboð bárust og voru þau opnuð þann 17.07. s.l.
- Íslenska gámafélagið ehf. kr. 51.854.000.- 96.4%
- Ísar ehf. kr. 52.382.200.- 97.4%
- Hagtak h.f. kr. 57.250.000.- 106.4%
- Ístak h.f. kr. 94.432.826.- 175.6%
- Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands, kr. 53.784.920.- 100.0%
Siglingastofnun hefur yfirfarið tilboðin og reyndust þau rétt reiknuð nema tilboðið frá Ísar ehf. Eftir leiðréttingu var tilboðsupphæðin frá Ísar ehf. kr. 51.590.200.- eða 95.6% og leggur Siglingastofnun til að gengið verði til samninga við Ísar ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Ísar ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 07.11. 2007, varðandi útboðið “Snæfellsbær Ólafsvík, trébryggja 2007.” Eftirfarandi tilboð barst og var það opnað þann 11.09. s.l.
- Elinn ehf. kr. 16.830.550.- 140.8%
- Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands, kr. 11.954.850.- 100.0%
Siglingastofnun hefur yfirfarið tilboðið og leggur til að því verði hafnað, þar sem það er langt yfir kostnaðaráætlun. Leggur Siglingastofnun til að rætt verði við Elinn ehf. um að hann endurskoði tilboð sitt. Einnig að leitað verði til annarra verktaka. Samþykkt samhljóða.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 08.11. 2007, varðandi breytingu á samgönguáætlun tímabilið 2007 – 2010. Fram kemur í bréfinu að hafnir sem eru með verkefni inni á gildandi samgönguáætlun árin 2007 eða 2008, geta frestað þeim til áranna 2009 eða 2010 án þess að missa af ríkisstyrkjum. Þá kemur fram að samþykktur hefur verið viðauki við samgönguáætlun 2007 – 2010 og eru eftirfarandi breytingar gerðar er varða Rifshöfn. Grjótgarður að Tösku og sandfangari kr. 116.200.000.- árið 2008 en verður kr. 128.000.000.- og árið 2009, kr. 30.000.000.- Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við þessar breytingar.
Alexander F. Kristinsson kom til fundar undir þessum dagskrárlið.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 09.11. 2007, varðandi viðbótarstyrk vegna framkvæmda við flotbryggju fyrir björgunarskip í Rifshöfn, allt að kr. 1.300.000.- þannig að heildarstyrkur vegna þessara framkvæmda verður allt að kr. 3.000.000.- Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Fiskistofu dags. 12.11. 2007, varðandi umsókn Fiskmarkaðs Íslands h.f. slægingu með starfsstöð í Rifi, um endurvigtunarleyfi. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemdir við að Fiskmarkaði Íslands h.f. verði veitt umbeðið leyfi.
- Bréf frá Fiskistofu dags. 20.11. 2007, þar sem fram kemur að heimavigtunarleyfi Fiskmarkaðs Íslands h.f. í Ólafsvík hafi fallið úr gildi þann 19.11. 2007. Lagt fram til kynningar.
- Samningur við Stafnafell ehf. dags. 28.06. 2007, um fyrirstöðugarð við Austurþil í Rifshöfn. Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.
- Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2008. Hafnarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.55
Anton Ragnarsson formaður.
Örn Arnarson.
Arnar L. Jóhannsson.
Alexander F. Kristinsson.
Björn E. Jónasson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
|