Hafnarstjórn

88. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:07 - 08:07

 

88. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 28.06. 2007, kl. 18.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:   Anton Ragnarsson formaður,

Heiðar Magnússon,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 02.03. 2007, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 87. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 02.03. 2007, þar sem bæjarstjórn samþykkir að verða við boði hafnarstjórnar um að skoða líkanið af innsiglingu til Rifshafnar í Siglingastofnun Íslands þann 06.03. 2007. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim útboðum sem hafa verið auglýst á vegun hafnarsjóðs það sem af er árinu 2007.

 

·         Flotbryggja og landgangur fyrir björgunarskip í Rifshöfn. Útboðið var auglýst 23.03. og opnað 17.04. s.l. Var Kemís ehf. með lægsta tilboðið. Þetta var sameiginlegt útboð fyrir 6 hafnir.

 

·         Lenging stálþila við Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn og Austurkants í Rifshöfn. Útboð á efni þ.e. á stálþili og stögum var auglýst 23.03. og opnað 26.04. s.l. og var Guðmundur Arason ehf. með lægsta tilboðið. Þetta var sameiginlegt efnisútboð fyrir 5 hafnir.

 

·         Trébryggja við gafl Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn. Útboð á harðviði var auglýst 17.04. og opnað 05.06. s.l. og var Mest ehf. með lægsta tilboðið. Þetta var sameiginlegt efnisútboð fyrir 7 hafnir og Siglingastofnun Íslands.

 

·         Útboð á heitgalvanhúðuðum boltum, snittteinum, skinnum o.fl. var auglýst 11.05. og opnað 30.05. s.l. og var E.P. Verk ehf. með lægsta tilboðið. Þetta var sameiginlegt efnisútboð fyrir nokkra af hafnarsjóðum landsins, m.a. hafnarsjóð Snæfellsbæjar vegna trébryggju við Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn.

 

·         Dýpkun í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Útboðið var auglýst 03.06. og opnað 21.06. s.l. Var Björgun ehf. með lægsta tilboðið.

 

·         Lenging stálþila við Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn og Austurkant í Rifshöfn þ.e. rekstur á stálþilsplötum o.fl. Útboðið var augýst 24.06. s.l. og verður opnað 17.07. n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 14.03. 2007, varðandi styrk til lendingarbóta að Búðum og Hellnum á fjárlögum ársins 2007. Samtals er til ráðstöfunar kr. 1.062.000. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 25.04. 2007, varðandi hafnarframkvæmdir og framkvæmdir við sjóvarnir í Snæfellsbæ árið 2007. Fram kemur í bréfinu að heildarframkvæmdakostnaður í höfnunum þ.e. Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn er kr. 274.500.000. m/vsk. Þá kemur einnig fram að heildarframkvæmdakostnaður við sjóvarnir er kr. 22.400.000. m/vsk. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við efni bréfsins. Þá staðfestir hafnarstjórn að hafnarsjóður Snæfellsbæjar mun standa undir heimahluta framkvæmdakostnaðar hafnarframkvæmda.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 18.05. 2007, varðandi tilboð í stálþilsefni fyrir Rifshöfn og Ólafsvíkurhöfn vegna lenginga á stálþilum. Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við Guðmund Arason ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Guðmund Arason ehf. á grundvelli tilboðs hans ca. kr. 31.000.000.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 31.05. 2007, varðandi tilboð í festingaefni þ.e. bolta, snittteina o.fl. vegna byggingar á trébryggju við Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn. Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við E.P. Verk ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við E.P. Verk ehf. á grundvelli tilboðs hans kr. 384.000.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 14.06. 2007, varðandi tilboð í harðvið vegna byggingar á trébryggju við Norðurtanga í Ólafsvíkurhöfn. Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að gengið verði til samninga við Mest ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Mest ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins kr. 5.400.000.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 21.06. 2007, varðandi útboðið “Snæfellsbær dýpkun 2007.”

Um var að ræða tvo tilboðsliði: 2.2 dýpkun – dæling í Rifshöfn.

3.2 dýpkun – gröftur í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn.

Eftirfarandi tilboð bárust.

·         Björgun ehf.         tilboðsliður 2.2                   kr.  50.014.000.         108.9%

tilboðsliður 3.2                   kr.  96.722.500.         80.7%

·         Hagtak ehf.          tilboðsliður 3.2                   kr. 149.180.000.          124.5%

·         Ístak ehf.             tilboðsliður 3.2                   kr. 130.523.074.          109.0%

·         Kosnaðaráætlun   tilboðsliður 2.2                   kr.   45.920.000.         100.0%

tilboðsliður 3.2                   kr. 119.781.000.          100.0%

 

Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og leggur til að samið verði við Björgun ehf.                 sem átti lægsta tilboðið í báða tilboðsliðina kr. 146.736.500. eða 88.6% af kostnaðaráætlun. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Björgun ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

 

  1. Samningur við Kemís ehf. dags. 04.06. 2007, varðandi “Rifshöfn flotbryggja.” Hafnarstjóri kynnti samninginn sem er um kaup á flotbryggju og landgangi vegna björgunarskips, að upphæð kr. 4.115.557. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

  1. Ársreikningur hafnarsjóðs vegna ársins 2006. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.55

 

Anton Ragnarsson formaður.

Alexander F. Kristinsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Heiðar Magnússon.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?