Hafnarstjórn

87. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:08 - 08:08

 

87. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 22.02. 2007, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá samgöngunefnd Alþingis dags. 17.01. 2007, varðandi fumvarp til breytinga á hafnalögum, 366. mál. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Minnisblað frá Siglingastofnun Íslands dags. 16.02. 2007, varðandi niðurstöður líkantilrauna á innsiglingu til Rifshafnar. Tillögur sem merktar hafa verið B1 og C1, eru nú merktar B og C. Tillaga Siglingastofnunar er að tillögur merktar B og C, verði lagðar til grundvallar við úrbætur á innsiglingunni.

Formaður kynnti eftirfarandi tillögu.

 

“ Fundur haldinn í hafnarstjórn Snæfellsbæjar fimmtudaginn 22.02. 2007, samþykkir að tillögur B og C samkvæmt minnisblaði Siglingastofnunar Íslands dags. 16.02. 2007, verði lagðar til grundvallar við hönnun á framtíðar innsiglingu til Rifshafnar.”

Anton Ragnarsson.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Alexander Kristinsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Hafnarstjóri lagði til að hafnarstjórn byði samgönguráðherra, ráðherrum og alþingismönnum NV- kjördæmis og bæjarstjórn Snæfellsbæjar að koma í Siglingastofnun þriðjudaginn 6. mars n.k. kl. 11.30 og skoða líkanið af innsiglingu til Rifshafnar. Jafnframt lagði hafnarstjóri til að líkanið yrði haft til sýnis fyrir íbúa Snæfellsbæjar laugardaginn 10. mars n.k. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Hafnarstjóri kynnti bréf til Siglingastofnunar Íslands dags. 22.01. 2007, þar sem hann óskar eftir því f.h. hafnarstjórnar, að sem fyrst verði hafin vinna við að bjóða út efni vegna lenginga á stálþilum í Rifi og Ólafsvík og byggingar á trébryggju við löndunarkrana við Norðurtanga í Ólafsvík. Ekki gerðar athugasemdir við efni bréfsins. Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.45

 

Anton Ragnarsson formaður.

Alexander F. Kristinsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

 

 

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?