Hafnarstjórn

86. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:10 - 08:10

 

86. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 16.01. 2007, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Anton Ragnarsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 20.12. 2006, varðandi samgönguáætlun tímabilið 2007-2010, kafli 3, siglingamál, tillaga til umsagnar. Hafnarstjóri kynnti tillögur Siglingastofnunar að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar á tímabilinu og einnig tillögur að framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ. Þá kynnti hafnarstjóri áætlaðan kostnað fyrir hverja framkvæmd, en áætlað er að framkvæma fyrir samtals kr. 389.100.000. í höfnunum og samtals kr. 39.700.000. við sjóvarnir. Þetta er heildarkostnaður með virðisaukaskatti. Formaður kynnti eftirfarandi bókun.

 

“ Hafnarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir ánægju sinni með tillögur Siglingastofnunar að framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og framkvæmdum við sjóvarnir í Snæfellsbæ tímabilið 2007-2010, en gerir þó eftirfarandi athugasemdir.

 

Ólafsvíkurhöfn:

·        Auka þarf fjárveitingu til stofndýpkunar árið 2007, miðað við ýtrustu óskir hafnarstjórnar.

·        Kanna þarf með hvernig 40.0 m. lenging á stálþili við Norðurtanga verður notuð þ.e. við löndunarkrana og/eða upp með Gilinu.

 

Rifshöfn:

·        Fjárveitingar til framkvæmda við slitlag frá Norðurþili og Stálþili við löndunarkrana að hafnarvog og lýsingu o.fl. við flotbryggju sem frestað var árið 2006, komi inn aftur og verkin verði unnin árið 2007.

·        Niðurstöður úr líkantilraunum á innsiglingu til Rifshafnar liggji fyrir um mánaðarmótin janúar-febrúar n.k. þannig að hægt verði að ákveða framkvæmdir og tímasetningu þeirra.

 

Sjóvarnir:

·        Unnið verði við framkvæmdir á Barðastöðum árið 2009 í stað ársins 2010.”

 

Bókunin samþykkt samhljóða.

 

  1. Rætt um líkantilraunir á innsiglingu til Rifshafnar. Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að ræða við Siglingastofnun um að hafa líkanið til sýnis fyrir íbúa Snæfellsbæjar í einn dag.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.35

 

Anton Ragnarsson formaður.

Fríða Sveinsdóttir.

Alexander F. Kristinsson.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?