85. fundur
13. júlí 2016 kl. 08:11 - 08:11
85. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 27.12. 2006, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Anton Ragnarsson formaður,
Ragnar Konráðsson,
Arnar L. Jóhannsson,
Alexander F. Kristinsson,
Fríða Sveinsdóttir,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 06.11. 2006, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 84. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 21.12. 2006, varðandi tillögur að líkantilraunum á innsiglingu til Rifshafnar. Hafnarstjóri kynnti þrjár tillögur merktar A. – B1. – C1. og fór yfir helstu atriði og þætti í hverri tillögu fyrir sig. Samþykkt samhljóða að óska eftir því við Siglingastofnun, að haldið verði áfram að vinna að rannsóknum á fyrrnefndum tillögum.
- Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2007. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.40
Anton Ragnarsson formaður.
Fríða Sveinsdóttir.
Arnar L. Jóhannsson.
Alexander F. Kristinsson.
Ragnar Konráðsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |
|