Hafnarstjórn

84. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:13 - 08:13

 

84. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 04.10. 2006, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Anton Ragnarsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 29.08. 2006, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 83. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 15.08. 2006, varðandi hafnasambandsþing sem haldið verður á Hornafirði 12.-13.10. 2006. Hafnarstjóri lagði til að eftirtaldir fari á þingið.

 

Aðalmenn:   Anton Ragnarsson formaður,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri,

Kristinn Jónasson bæjarstjóri.

Varamenn:   Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Alexander F. Kristinsson.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Bréf frá umhverfis og bygginganefnd Snæfellsbæjar dags. 30.08. 2006, varðandi afgreiðslu og samþykkt nefndarinnar á skilyrðum hafnarstjórnar, vegna uppsetningar Olíufélagsins ehf. á flotbryggju fyrir olíuafgreiðslu í Ólafsvíkurhöfn sbr. 7. lið 83. fundar hafnarstjórnar dags. 26.07. 2006. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samningur við Sæþór ehf. Reykjavík dags. 08.09. 2006, varðandi “Rifshöfn, dýpkun við Trébryggju.” Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

 

Anton Ragnarsson formaður.

Arnar L. Jóhannsson.

Alexander F. Kristinsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?