Hafnarstjórn

83. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:15 - 08:15

 

83. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 26.07. 2006, kl. 16.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Anton Ragnarsson,

Ragnar Konráðsson,

Arnar L. Jóhannsson,

Fríða Sveinsdóttir,

Alexander Kristinsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Hafnarstjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Kosning formanns. Tillaga kom fram um Anton Ragnarsson. Tillagan samþykkt samhljóða. Anton tók nú við stjórn fundarins.

 

  1. Kosning varaformanns. Tillaga kom fram um Ragnar Konráðsson. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 17.05. 2006, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 82. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 03.01. 2006, varðandi styrk til lendingarbóta á Hellnum og Búðum á árinu 2006, samtals kr. 462.000.- Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 18.05. 2006, varðandi skaðabótaskyldu hafna. Meðfylgjandi er álit/minnisblað lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10.05. 2006, varðandi skaðabótaskyldu vegna tjóns, ef öryggisbúnaður uppfyllir ekki skilyrði VI. kafla reglugerðar nr. 328/2004. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 30.06. 2006, varðandi tilmæli um að skip í höfnum landsins noti rafmagn úr landi. Meðfylgjandi er bréf Umhverfisstofnunar dags. 20.06. 2006 og bréf hafnarstjórans í Hafnarfirði dags. 29.06. 2006. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá umhverfis og bygginganefnd Snæfellsbæjar dags. 30.06. 2006, varðandi umsókn frá Olíufélaginu h.f. um leyfi til að setja upp flotbryggju fyrir olíuafgreiðslu við endann á Norðurtangabryggju í Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóri kynnti tillögu um eftirtalin skilyrði fyrir þessari framkvæmd.

 

  • Steyptir stöplar verði felldir inn grjótfláann sem fyrir er.
  • Gangstétt verði steypt frá þekju við Norðurtanga að landgangi flotbryggjunnar.
  • Olíutankur verði grafinn í jörð.
  • Stjórnbúnaður í læstum skáp verði staðsettur á flotbryggjunni, ef hægt er.

 

 

  • Öll röðun á grjóti verði unnin af Stafnafelli ehf. og Bjarna Vigfússyni.
  • Samráð verði haft við hafnarstjóra um framkvæmdina.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Deiliskipulag hafnarsvæðis Rifshafnar. Hafnarstjóri kynnti tillögu að deiliskipulaginu. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00

 

Anton Ragnarsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Arnar L. Jóhannsson.

Alexander Kristinsson.

Fríða Sveinsdóttir.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?