82. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 11.05. 2006, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,
Ragnar Konráðsson,
Örvar M. Marteinsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Rúnar Benjamínsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 13.03. 2006, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 81. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 03.03. 2006. Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2005. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 27.03. 2006, varðandi endurskoðun á hafnaáætlun tímabilið 2007 – 2010. Formaður kynnti tillögu að hafnaáætlun tímabilið 2007 – 2010. Tillagan samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt samhljóða að staðfesta þær framkvæmdir sem eru á núgildandi hafnaáætlun og unnið verður við árin 2007 og 2008. Einnig samþykkt samhljóða að staðfesta framkvæmdir sem ólokið er frá árunum 2005 og 2006.
- Bréf frá undirbúningshópi um stofnun Rannsóknaseturs um lífríki sjávar við Breiðafjörð. Formaður kynnti eftirfarandi tillögu.
“Fundur haldinn í hafnarstjórn Snæfellsbæjar þann 11.05. 2006, samþykkir að stofnframlag hafnarsjóðs í Rannsóknasetri um lífríki sjávar við Breiðafjörð verði kr. 2.000.000.-“
Greinargerð: Undirrituðum þykir eðlilegt að hafnarsjóður ásamt fyrirtækjum í sjávarútvegi, samtökum útvegsmanna o.fl. taki þátt í að stofna Rannsóknasetrið, byggðunum við Breiðafjörð til hagsbóta.
Þórður Stefánsson.
Ragnar Konráðsson.
Örvar M. Marteinsson.
Rúnar Benjamínsson. Kristinn J. Friðþjófsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Hlutabréf hafnarsjóðs í Fiskmarkaði Íslands h.f. Samþykkt samhljóða að selja hlutabréf hafnarsjóðs í Fiskmarkaði Íslands h.f. til Fiskmarkaðs Breiðafjarðar ehf. Sem gagngjald fær hafnarsjóður hlutabréf í Fiskmarkaði Breiðafjarðar ehf.
- Hafnareglugerð fyrir hafnir Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti hafnareglugerðina og fór yfir helstu liði hennar. Hafnareglugerðin samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur hafnarsjóðs árið 2005. Formaður kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
Þar sem þetta er síðasti fundur hafnarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili, þakkaði formaður hafnarstjórnar stjórnarmönnum fyrir samstarfið. Hafnarstjóri þakkaði einnig stjórnarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.55
Þórður T. Stefánsson formaður.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Rúnar Benjamínsson.
Örvar M. Marteinsson.
Ragnar Konráðsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
|