Hafnarstjórn

82. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:16 - 08:16

 

82. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 11.05. 2006, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Örvar M. Marteinsson,

Kristinn J. Friðþjófsson,

Rúnar Benjamínsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 13.03. 2006, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 81. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 03.03. 2006. Meðfylgjandi er ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2005. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 27.03. 2006, varðandi endurskoðun á hafnaáætlun tímabilið 2007 – 2010. Formaður kynnti tillögu að hafnaáætlun tímabilið 2007 – 2010. Tillagan samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt samhljóða að staðfesta þær framkvæmdir sem eru á núgildandi hafnaáætlun og unnið verður við árin 2007 og 2008. Einnig samþykkt samhljóða að staðfesta framkvæmdir sem ólokið er frá árunum 2005 og 2006.

 

  1. Bréf frá undirbúningshópi um stofnun Rannsóknaseturs um lífríki sjávar við Breiðafjörð. Formaður kynnti eftirfarandi tillögu.

 

“Fundur haldinn í hafnarstjórn Snæfellsbæjar þann 11.05. 2006, samþykkir að stofnframlag hafnarsjóðs í Rannsóknasetri um lífríki sjávar við Breiðafjörð verði kr. 2.000.000.-“

Greinargerð: Undirrituðum þykir eðlilegt að hafnarsjóður ásamt fyrirtækjum í sjávarútvegi, samtökum útvegsmanna o.fl. taki þátt í að stofna Rannsóknasetrið, byggðunum við Breiðafjörð til hagsbóta.

 

Þórður Stefánsson.

Ragnar Konráðsson.

Örvar M. Marteinsson.

Rúnar Benjamínsson.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Hlutabréf hafnarsjóðs í Fiskmarkaði Íslands h.f. Samþykkt samhljóða að selja hlutabréf hafnarsjóðs í Fiskmarkaði Íslands h.f. til Fiskmarkaðs Breiðafjarðar ehf. Sem gagngjald fær hafnarsjóður hlutabréf í Fiskmarkaði Breiðafjarðar ehf.

 

  1. Hafnareglugerð fyrir hafnir Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti hafnareglugerðina og fór yfir helstu liði hennar. Hafnareglugerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Ársreikningur hafnarsjóðs árið 2005. Formaður kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

Þar sem þetta er síðasti fundur hafnarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili, þakkaði formaður hafnarstjórnar stjórnarmönnum fyrir samstarfið. Hafnarstjóri þakkaði einnig stjórnarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.55

 

Þórður T. Stefánsson formaður.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Rúnar Benjamínsson.

Örvar M. Marteinsson.

Ragnar Konráðsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?