Hafnarstjórn

81. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:18 - 08:18

 

81. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 31.01. 2006, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:   Þórður T. Stefánsson formaður,

Arnar L. Jóhannsson,

Örn Arnarson,

Kristinn J. Friðþjófsson,

Rúnar Benjamínsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 12.11. 2005, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 80. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 16.12. 2005, varðandi útboðið “Snæfellsbær, dýpkun 2005.” Eftirfarandi tilboð bárust, sjá 4. lið fundargerðar þann 24.11. 2005. Siglingastofnun hefur yfirfarið tilboðin og rætt hefur verið við lægstbjóðanda Gáma og tækjaleigu Austurlands ehf. og mun félagið standa við tilboð sitt. Siglingastofnun mælir því með, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans að upphæð kr. 16.889.600.- Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Gáma og tækjaleigu Austurlands ehf. og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. hafnarsjóðs.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 23.12. 2005, varðandi tvo styrki. Annars vegar vegna nýrrar innsiglingabauju við Ólafsvíkurhöfn að upphæð allt að kr. 1.200.000.- og hins vegar til þess að bæta aðstöðu fyrir björgunarskipið Björgu í Rifshöfn að upphæð allt að kr. 1.700.000.- Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2006. Formaður kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

  1. Hafnarreglugerð fyrir hafnir Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti drög að hafnarreglugerðinni. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Símbréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 06.01. 2006, varðandi túlkun Siglingastofnunar á niðurstöðum á kjarnaborun Kjartans Haukssonar dags. 06.12. 2005, í og við innsiglinguna til Rifshafnar, en þar voru boraðar fjórar rannsóknarholur. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Rætt var um olíumengun við Suðuþilið í Ólafsvíkurhöfn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.55

 

Þórður T. Stefánsson formaður.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Rúnar Benjamínsson.

Arnar Laxdal Jóhannsson.

Örn Arnarson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?