78. fundur
13. júlí 2016 kl. 08:23 - 08:23
78. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 03.03. 2005, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,
Ragnar Konráðsson,
Gísli Gíslason,
Rúnar Benjamínsson,
Sævar Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 04.02. 2005, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 77. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 27.01. 2005, varðandi hafnarframkvæmdir árið 2005 og fyrirkomulag innheimtumála. Fram kemur í bréfinu að fjárveiting til framkvæmda í höfnunum í Snæfellsbæ þ.e. Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn er samtals kr. 34.200.000. árið 2005. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við efni bréfsins.
- Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2005. Formaður hafnarstjórnar kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
- Rætt var um væntanlegar dýpkunarframkvæmdir í Rifshöfn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.20
Þórður T. Stefánsson formaður.
Ragnar Konráðsson.
Rúnar Benjamínsson.
Gísli Gíslason.
Sævar Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
|
|