Hafnarstjórn

78. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:23 - 08:23

 

78. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 03.03. 2005, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Gísli Gíslason,

Rúnar Benjamínsson,

Sævar Friðþjófsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 04.02. 2005, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 77. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 27.01. 2005, varðandi hafnarframkvæmdir árið 2005 og fyrirkomulag innheimtumála. Fram kemur í bréfinu að fjárveiting til framkvæmda í höfnunum í Snæfellsbæ þ.e. Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn er samtals kr. 34.200.000. árið 2005. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við efni bréfsins.

 

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2005. Formaður hafnarstjórnar kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

  1. Rætt var um væntanlegar dýpkunarframkvæmdir í Rifshöfn.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.20

 

Þórður T. Stefánsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Rúnar Benjamínsson.

Gísli Gíslason.

Sævar Friðþjófsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?