Hafnarstjórn

77. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:24 - 08:24

 

77. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 22.12. 2004, kl. 16.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Kristinn J. Friðþjófsson,

Rúnar Benjamínsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 08.07. 2004, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 76. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Marteini G. Karlssyni dags. 10.08. 2004, varðandi leigu á flotbryggjuplássi við fingurflotbryggjuna í Ólafsvíkurhöfn. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

 

  1. Bréf frá Bygginganefnd Snæfellsbæjar dags. 01.09. 2004, varðandi umsókn Atlantsolíu h.f. um aðstöðu fyrir olíuafgreiðslu fyrir smábáta efst að vestanverðu við Trébryggjuna í Ólafsvíkurhöfn. Samþykkt samhljóða að taka jákvætt í erindið þ.e. að Atlantsolía h.f. fái aðstöðu við Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóra falið að kanna málið nánar og kanna hvort hægt verði að finna aðra staðsetningu fyrir olíuafgreiðsluna við Ólafsvíkurhöfn.

 

  1. Bréf frá Daníel Jónssyni Ólafsvík, dags. 14.09. 2004, varðandi lækkun á legugjaldi fyrir Ver SH. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu.

 

  1. Samningur við Öryggisþjónustuna í Snæfellsbæ ehf. dags. 01.07. 2004. Hafnarstjóri kynnti samning um vöktun á hafnarsvæðum Ólafsvíkurhafnar og Rifshafnar. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

  1. Framkvæmdir við endurbyggingu á Trébryggjunni í Ólafsvíkurhöfn. Eftirfarandi tilboð bárust í verkið og voru þau opnuð þann 02.09. 2004.

 

·        Elinn ehf. Sauðárkróki,                                               kr. 29.900.000.-     95.8%

·        Guðlaugur Einarsson ehf. Hafnarfirði,                          kr. 44.899.800.-     143.8%

·        Bræðratunga ehf. Mosfellsbæ,                                    kr. 59.967.348.-     192.1%

 

·        Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar Íslands,                 kr. 31.225.750.-     100.0%

 

Siglingastofnun hefur farið yfir tilboðin og mælir með að gengið verði til samninga við Elinn ehf. Sauðárkróki. Hafnarstjóri kynnti verksamning við Elinn ehf. dags. 01.10. 2004. Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

  1. Framkvæmdir við endurbyggingu Trébryggjunnar í Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi framkvæmdirnar og greindi frá því að ástand bryggjunnar væri heldur verra en talið var, þegar verkið var boðið út.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30

 

Þórður T. Stefánsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Rúnar Benjamínsson.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 
Getum við bætt efni þessarar síðu?