74. fundur
13. júlí 2016 kl. 08:26 - 08:26
74. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 28.01. 2004, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,
Jóhann Steinsson,
Örn Arnarson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 06.10. 2003, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 73. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Valafelli ehf. dags. 22.09. 2003, varðandi ósk um langtímasamning um hafnargjöld og lækkun á þeim, með vísan til 17. gr. hafnalaga.
- Bréf frá Melnesi ehf. dags. 02.10. 2003, varðandi ósk um lækkun á aflagjaldi.
- Bréf frá Útnesi ehf. dags. 30.10. 2003, varðandi ósk um langtímasamning um hafnargjöld með vísa til 17. gr. hafnalaga.
- Bréf frá Kristni J. Friðþjófssyni, Útgerðarfélaginu Dverg ehf. og Útgerðarfélaginu Hauk ehf. sbr. liði nr. 6, 7 og 8, í fundargerð 73. fundar hafnarstjórnar. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu sem afgreiðslu á liðum nr. 2 – 5. “Hafnarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir að hafna óskum um langtímasamninga og afslætti af hafnargjöldum. Samkvæmt túlkun Samgönguráðuneytisins dags. 30.09. 2003, á 17. gr. hafnalaga er höfnum óheimilt að mismuna viðskiptavinum sömu hafnar með því að taka af þeim mismunandi gjöld og á sama hátt að mismuna viðskiptavinum á grundvelli langtímasamninga.” Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum, 1 var á móti. Kristinn J. Friðþjófsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við það.
- Bréf frá bæjarráði dags. 31.10. 2003, varðandi Bláfánann. Meðfylgjandi er bréf dags. 03.11. 2003, frá Breiðafjarðarnefnd varðandi sama mál. Samþykkt samhljóða að kanna málið vegna Arnarstapahafnar.
- Fjárhags og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs árið 2004. Formaður kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhags og framkvæmdaáætlunin samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10.
Þórður T. Stefánsson formaður.
Jóhann Steinsson.
Örn Arnarson.
Rúnar Benjamínsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |
|