73. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn laugardaginn 20.09. 2003, kl. 10.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir: Þórður T. Stefánsson formaður,
Jóhann Steinsson,
Ragnar Konráðsson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 25.07. 2003, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 72. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Fundargerðir 264. 265. og 266. funda stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga dags. 14.03. 11.04. og 15.08. 2003. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 15.07. 2003, varðandi útboðið “Snæfellsbær dýpkun 2003.” Tilboð í verkið voru opnuð þann 15.07. 2003. Eftirfarandi tilboð bárust.
- Hagtak h.f. Hafnarfirði, kr. 41.978.000.- 78.1%
- Ístak h.f. Reykjavík, kr. 48.225.900.- 89.7%
- Sæþór ehf. Reykjavík, kr. 61.479.250.- 114.4%
- Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar kr. 53.745.500.- 100.0%
Farið hefur verið yfir tilboðin hjá Siglingastofnun og rætt við fulltrúa lægstbjóðanda Hagtaks h.f. og munu þeir standa við tilboð sitt. Siglingastofnun mælir því með að gengið verði til samninga við Hagtak h.f. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Hagtak h.f. á grundvelli tilboðs þeirra og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn f.h. hafnarstjórnar.
- Þjónustugjaldskrá hafnarsjóðs. Samþykkt samhljóða að hækka lið 25 útselt rafmagn um 2.07% vegna hækkunar frá RARIK. Jafnframt samþykkt samhljóða að hækka liði 26, 27 og 28, samkvæmt tillögu að gjaldskrá og að þessar hækkanir gildi frá 01.08. 2003. Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að kanna með verð og annað varðandi skiparafmagn.
- Bréf frá Róbert Óskarssyni dags. 07.07. 2003, varðandi endurgreiðslu á legugjaldi smábáta vegna Aðalheiðar SH – 318, skipaskr.nr. 6792. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu þar sem Aðalheiður SH – 318, hefur ekki flotbryggjupláss við fingur á leigu.
- Bréf frá Kristni J. Friðþjófssyni dags. 19.08. 2003, varðandi ósk um langtímasamning um hafnargjöld.
- Bréf frá Útgerðarfélaginu Dverg ehf. dags. 15.09. 2003, varðandi langtímasamning um hafnargjöld með vísan til 17. greinar hafnalaga.
- Bréf frá Útgerðarfélaginu Hauk ehf. dags. 15.09. 2003, varðandi langtímasamning um hafnargjöld með vísan til 17. greinar hafnalaga. Formaður lagði til að vegna dagskrárliða 6, 7 og 8, yrði leitað álits Samgönguráðuneytisins á 17. grein hafnalaga, varðandi ákvæðið um langtímasamning um hafnagjöld. Samþykkt samhljóða.
- Siglingamálaáætlun 2003 – 2006. Hafnarstjóri kynnti hafnaáætlun og sjóvarnaáætlun 2003 – 2006 og fór yfir þær hafnarframkvæmdir sem unnar verða hjá hafnarsjóði og einnig framkvæmdir við sjóvarnir í Snæfellsbæ á tímabilinu. Lagt fram til kynningar.
- Dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Hafnarstjóri kynnti stöðu framkvæmda. Einnig kynnti hann viðbótarverk sem vinna á við í Rifshöfn. Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00.
Þórður T. Stefánsson formaður.
Ragnar Konráðsson.
Jóhann Steinsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Rúnar Benjamínsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |