Hafnarstjórn

72. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:29 - 08:29

 

72. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 1.07. 2003, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:

Þórður T. Stefánsson formaður,

Ragnar Konráðsson,

Gísli Gíslason,

Kristinn J. Friðþjófsson,

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 12.06. 2003, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 71. fundar hafnarstjórnar. Fram kemur í bréfinu ábending um að æskilegt sé að boða varamenn á nefndarfundi ef aðalmenn geti ekki mætt. Hafnarstjóri fór yfir þær reglur sem gilda um boðun varamanna hjá hafnarstjórn. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf rá Fiskistofu dags. 19.05. 2003, varðandi umsókn um undanþágu vigtarmanns hjá Sjávariðjunni h.f. í Rifi. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Gjaldskrá fyrir hafnir útgefin af Samgönguráðuneytinu þann 21.05. 2003. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Tillaga að nýrri gjaldskrá hafnarsjóðs samþykkt samhljóða og gildir hún frá 01.07. 2003.

 

  1. Dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Hafnarstjóri kynnti dýpkunarplön fyrir hafnirnar, en framkvæmdin hefur verið boðin út. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við dýpkunarplönin og samþykkti þau samhljóða.

 

  1. Bókun um framkvæmdir við vörina í grjótgarðinum í Rifi sem framkvæmd var í maí 2003. Undirritaður vill mótmæla hvernig að því var staðið að ekki skildi hafa verið haft samband við þá aðila sem vildu friða þessar minjar.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Samþykkt samhljóða að hafnarstjórn ásamt fleirum fari og skoði aðstæður.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.

 

Þórður T. Stefánsson formaður.

Ragnar Konráðsson.

Rúnar Benjamínsson.

Kristinn J. Friðþjófsson.

Gísli Gíslason.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?