71. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 21.05. 2003, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir:
Þórður T. Stefánsson formaður,
Ragnar Konráðsson,
Jóhann Steinsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
- Bréf frá bæjarritara dags. 10.02. 2003, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 70. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
- Fundargerðir 262. og 263. funda stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga dags. 10.01. og 21.02. 2003. Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 26.03. 2003, varðandi veiðigjald. Hafnarstjórn samþykkti samhljóða að taka undir ályktun ársfundar Hafnasambandsins um að hafnir landsins fái hlutdeild í umræddu gjaldi.
- Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 31.03. 2003, varðandi styrk úr Hafnabótasjóði vegna framkvæmda við Arnarstapahöfn á móti fjárveitingu árið 2003, að upphæð kr. 1.140.000.- Lagt fram til kynningar.
- Bréf frá Ferðamálaráði Íslands dags. 04.04. 2003, varðandi styrk að upphæð kr. 500.000.- til að setja upp útsýnispall á grjótgarðinn við Arnarstapahöfn. Hafnarstjóri kynnti umsókn til Ferðamálaráðs vegna málsins. Lagt fram til kynningar. Þórður T. Stefánsson formaður vék nú af fundi.
- Hafnarstjóri kynnti gjaldskrá fyrir hafnir sem gefin var út af Samgönguráðuneytinu þann 17.03. 2003 og fór yfir þá liði hennar sem hafnarstjórn þarf að taka afstöðu til. Hafnarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu.
- Lestargjald verði kr. 6.00 pr. mælieiningu.
- Bryggjugjald verði kr. 3.00 pr. mælieiningu.
- Lestar og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum sem mánaðargjald verði kr. 39.40 pr. mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 4.229.- á mánuði.
- Bátar minni en 20.0 bt. greiði aldrei minna en kr. 2.767.- á mánuði.
- Aflagjald verði 1.05% af heildarverðmæti afla.
- Gjaldskráin taki gildi þann 01.04. 2003.
Tillagan samþykkt samhljóða.
7. Bréf frá smábátasjómönnum í Ólafsvík ódags. varðandi leigu á flotbryggjuplássum við fingurflotbryggju í Ólafsvíkurhöfn. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu og hafnarstjóra falið að svara því.
8. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2002, ásamt endurskoðunarskýrslu dags. 15.05. 2003. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
9. Bréf frá Siglingastofnun Íslands dags. 29.04. 2003, varðandi fjárveitingar og framkvæmdir árið 2003, í Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn. Fram kemur í bréfinu að fjárveitingar eru alls kr. 53.100.000.- og inneign hjá Siglingastofnun var kr. 24.600.000.- um áramót, samtals kr. 77.700.000.- Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við efni bréfsins.
10. Bréf frá Skeljungi h.f. dags. 16.05. 2003, varðandi ósk um aðstöðu fyrir olíuafgreiðslu fyrir smábáta á flotbryggjum í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn. Samþykkt samhljóða að staðsetning verði samkvæmt tillögu 2 í Ólafsvíkurhöfn og samkvæmt tillögu 1 í Rifshöfn, á meðfylgjandi teikningum. Þá kynnti hafnarstjóri bréf frá Olíufélaginu ehf. dags. 27.01. 2003, varðandi ósk um aðstöðu fyrir olíuafgreiðslu fyrir smábáta á flotbryggju í Rifshöfn. Samþykkt samhljóða að Olíufélagið ehf. staðsetji sinn búnað að sama stað og Skeljungur h.f. í Rifshöfn með fyrirvara um að skilað verði inn teikningum. Jafnframt var samþykkt samhljóða að ein flotbryggja verði sett upp í Rifshöfn fyrir þessa starfsemi, þannig að olíufélögin komi sér saman um þá framkvæmd og beri af henni allan kostnað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.10.
Jóhann Steinsson varaformaður.
Ragnar Konráðsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri. |