70. fundur
13. júlí 2016 kl. 08:32 - 08:32
70. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 05.02. 2003, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir:
Þórður T. Stefánsson,
Jóhann Steinsson,
Ragnar Konráðsson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
-
Bréf frá bæjarritara, dags. 10.12. 2002, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 69. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
-
Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga, dags. 20.11. 2002, varðandi fundargerðir.
-
Fundargerð 33. ársfundar Hafnasambandsins, dags. 10.- 11.10. 2002
-
Fundargerð 259. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 09.10. 2002
-
Fundargerð 260. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 11.10. 2002
-
Fundargerð 261. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 06.11. 2002
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjóri kynnti skýrslu um fjárhag og gjaldskrá hafna sem kynnt var á 33. ársfundi hafnasambands sveitarfélaga, dags. 10.- 11.10. 2002. Lagt fram til kynningar.
-
Þjónustugjaldskrá hafnarsjóðs. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir tillögu að hækkun á henni. Þjónustugjaldskráin samþykkt samhljóða og gildir hún frá 01.01. 2003.
-
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2003. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhags- og framkvæmdaáætlunin samþykkt samhljóða.
-
Erindi frá byggingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 30.01. 2003, varðandi deiliskipulag hluta hafnarsvæðis í Ólafsvík, þ.e. lóð fyrir lögreglustöð á horni Gilbakka og Bankastrætis. Í tillögunni er tekið tillit til athugasemda hafnarstjórnar á fundi þann 22.08. 2002, varðandi stærð lóðar en bílastæði verða færri fyrir hafnarumferð þess vegna. Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 sat hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.
Þórður T. Stefánsson, formaður.
Jóhann Steinsson.
Ragnar Konráðsson.
Rúnar Benjamínsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
|
|