Hafnarstjórn

70. fundur 13. júlí 2016 kl. 08:32 - 08:32

 

70. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 05.02. 2003, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:             
Þórður T. Stefánsson,
Jóhann Steinsson,
Ragnar Konráðsson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
  1. Bréf frá bæjarritara, dags. 10.12. 2002, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 69. fundar hafnarstjórnar.  Lagt fram til kynningar.
  1. Bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga, dags. 20.11. 2002, varðandi fundargerðir.
    •  Fundargerð 33. ársfundar Hafnasambandsins, dags. 10.- 11.10. 2002
    • Fundargerð 259. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 09.10. 2002
    • Fundargerð 260. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 11.10. 2002
    • Fundargerð 261. fundar stjórnar Hafnasambandsins, dags. 06.11. 2002
Lagt fram til kynningar.
  1. Hafnarstjóri kynnti skýrslu um fjárhag og gjaldskrá hafna sem kynnt var á 33. ársfundi hafnasambands sveitarfélaga, dags. 10.- 11.10. 2002.  Lagt fram til kynningar.
  1. Þjónustugjaldskrá hafnarsjóðs.  Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir tillögu að hækkun á henni.  Þjónustugjaldskráin samþykkt samhljóða og gildir hún frá 01.01. 2003.
  1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2003.  Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar.  Fjárhags- og framkvæmdaáætlunin samþykkt samhljóða.
  1. Erindi frá byggingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 30.01. 2003, varðandi deiliskipulag hluta hafnarsvæðis í Ólafsvík, þ.e. lóð fyrir lögreglustöð á horni Gilbakka og Bankastrætis.  Í tillögunni er tekið tillit til athugasemda hafnarstjórnar á fundi þann 22.08. 2002, varðandi stærð lóðar en bílastæði verða færri fyrir hafnarumferð þess vegna.  Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 sat hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.
Þórður T. Stefánsson, formaður.
Jóhann Steinsson.
Ragnar Konráðsson.
Rúnar Benjamínsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?