Hafnarstjórn

68. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:08 - 09:08

 

68. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 22.08. 2002, kl. 20.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:             
Þórður T. Stefánsson,
Jóhann Steinsson,
Ragnar Konráðsson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Þórður T. Stefánsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
  1. Kosning formanns.  Tillaga kom fram um Þórð T. Stefánsson.  Tillagan samþykkt samhljóða.
  1. Kosning varaformanns.  Tillaga kom fram um Jóhann Steinsson.  Tillagan samþykkt samhljóða.
  1. Bréf frá bæjarritara, dags. 09.07. 2002, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 67.fundar hafnarstjórnar.  Lagt fram til kynningar.
  1. Þjónustugjaldskrá hafnarsjóðs.  Samþykkt samhljóða að hækka lið 26, rafmagn, um 3% frá 01.08. 2002, vegna hækkunar hjá RARIK.  Þá var samþykkt samhljóða að hækka liði 21 - 22 - 23- 24, sorphirðugjald, um 10% frá 01.08. 2002.  Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að kanna sorphirðugjald hjá öðrum höfnum.  Kristinn J. Friðþjófsson óskaði eftir að bókað verði að hann sé á móti stæðarflokkaskiptingu við innheimtu sorphirðugjalds af bátum yfir 200.0 bt. markið.
  1. Frumvarp til hafnalaga sem lagt var fyrir 127. löggjafarþing 2001 - 2002, ásamt umsögn Hafnasambands sveitarfélaga um frumvarpið dags. 01.03. 2002.  Lagt fram til kynningar.
  1. Erindi frá byggingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 21.08. 2002, varðandi umsókn um lóð fyrir Lögreglustöð norðan við Fiskiðjuna Bylgju hf., á horni Bankastrætis og Gilbakka í Ólafsvík.  Formaður lagði til að lóðinni yrði úthlutað til byggingar Lögreglustöðvarmeð eftirtöldum skilyrðum.
a)  Stærð lóðar verði miðuð við núverandilegu Gilbakka en ekki eins og lega götunnar er sýnd á meðfylgjandi korti.
b)  Tryggt verði að 20 bílastæði með bundnu slitlagi verði á lóðinni fyrir hafnarumferð.
c)  Fiskiðjan Bylgja hf. útbúi bílastæði á sinni lóð fyrir starfsfólk sitt.
Samþykkt með 3 atkvæðum, 1 var á móti, 1 sat hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.
Þórður T. Stefánsson, formaður.
Jóhann Steinsson.
Ragnar Konráðsson.
Rúnar Benjamínsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?