68. fundur
13. júlí 2016 kl. 09:08 - 09:08
68. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn fimmtudaginn 22.08. 2002, kl. 20.00 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.
Mættir:
Þórður T. Stefánsson,
Jóhann Steinsson,
Ragnar Konráðsson,
Rúnar Benjamínsson,
Kristinn J. Friðþjófsson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Þórður T. Stefánsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
-
Kosning formanns. Tillaga kom fram um Þórð T. Stefánsson. Tillagan samþykkt samhljóða.
-
Kosning varaformanns. Tillaga kom fram um Jóhann Steinsson. Tillagan samþykkt samhljóða.
-
Bréf frá bæjarritara, dags. 09.07. 2002, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 67.fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
-
Þjónustugjaldskrá hafnarsjóðs. Samþykkt samhljóða að hækka lið 26, rafmagn, um 3% frá 01.08. 2002, vegna hækkunar hjá RARIK. Þá var samþykkt samhljóða að hækka liði 21 - 22 - 23- 24, sorphirðugjald, um 10% frá 01.08. 2002. Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að kanna sorphirðugjald hjá öðrum höfnum. Kristinn J. Friðþjófsson óskaði eftir að bókað verði að hann sé á móti stæðarflokkaskiptingu við innheimtu sorphirðugjalds af bátum yfir 200.0 bt. markið.
-
Frumvarp til hafnalaga sem lagt var fyrir 127. löggjafarþing 2001 - 2002, ásamt umsögn Hafnasambands sveitarfélaga um frumvarpið dags. 01.03. 2002. Lagt fram til kynningar.
-
Erindi frá byggingafulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 21.08. 2002, varðandi umsókn um lóð fyrir Lögreglustöð norðan við Fiskiðjuna Bylgju hf., á horni Bankastrætis og Gilbakka í Ólafsvík. Formaður lagði til að lóðinni yrði úthlutað til byggingar Lögreglustöðvarmeð eftirtöldum skilyrðum.
a) Stærð lóðar verði miðuð við núverandilegu Gilbakka en ekki eins og lega götunnar er sýnd á meðfylgjandi korti.
b) Tryggt verði að 20 bílastæði með bundnu slitlagi verði á lóðinni fyrir hafnarumferð.
c) Fiskiðjan Bylgja hf. útbúi bílastæði á sinni lóð fyrir starfsfólk sitt.
Samþykkt með 3 atkvæðum, 1 var á móti, 1 sat hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.
Þórður T. Stefánsson, formaður.
Jóhann Steinsson.
Ragnar Konráðsson.
Rúnar Benjamínsson.
Kristinn J. Friðþjófsson.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
|
|