Hafnarstjórn

67. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:09 - 09:09

 

67. fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn þriðjudaginn 21.05. 2002, kl. 20.30 á skrifstofu hafnarstjóra Norðurtanga 5, Ólafsvík.

 

Mættir:             
Þórður T. Stefánsson formaður,
Heiðar E. Friðriksson,
Jóhann R. Kristinsson,
Sigtryggur Þráinsson,
Pétur Pétursson,
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
  1. Bréf frá bæjarritara dags. 15.05. 2002, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 66. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
  1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 16.04. 2002, varðandi skýrslu samgönguráðherra um framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001 – 2003. Einnig var skýrslan kynnt á fundinum. Lagt fram til kynningar.
  1. Skýrslur samgönguráðherra um hafnarframkvæmdir árin 2000 og 2001. Hafnarstjóri fór yfir þau atriði í skýrslunum sem varða framkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn auk lendingarbóta og sjóvarna í Snæfellsbæ. Lagt fram til kynningar.
  1. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2001. Lagt fram bréf frá endurskoðendum hafnarsjóðs dags. 04.04. 2002, varðandi ársreikninginn. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
  1. Hafnarstjóri greindi frá því að búið væri að bjóða út efniskaup vegna endurbyggingar og lengingar Staurakistu í Rifshöfn og verða tilboð opnuð hjá Ríkiskaup þann 30.05. 2002.
  1. Samþykkt samhljóða að styrkja Ólafsvíkurkirkju að upphæð kr. 130.000.- vegna kaupa á myndavélabúnaði, þannig að hægt verði að sýna frá athöfnum í kirkjunni í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gjafabréf verður afhent síðar.
Þar sem þetta er síðasti fundur núverandi hafnarstjórnar þakkaði hafnarstjóri stjórnarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu. Þá þökkuðu stjórnarmenn hafnarstjóra og hvor öðrum fyrir samstarfið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.10.
Jóhann R. Kristinsson.
Sigtryggur Þráinsson.
Heiðar E. Friðriksson.
Pétur Pétursson.
Þórður T. Stefánsson formaður.
Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Getum við bætt efni þessarar síðu?