Íþrótta- og æskulýðsnefnd

75. fundur 06. október 2016 kl. 11:22 - 11:22
Fg. 75. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar
75.Fundur  Íþrótta- og æskulýðsnefndar var haldin í félagsmiðstöðinni Afdrepi.
Föstudaginn 19. april 2016 kl 16.00
Á fundinn mættu:
Rán Kristjánsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir,
Einar Hjörleifsson,  Björn Hilmarsson og Ása Gunnarsdóttir
1. Ungmennaráð
Fundargerð 6. april  hjá ungmennaráði  var rædd og samþykkt.
2. Félagsmiðstöðin Afdrep
Starfssemi og húsnæði félagsmiðstöðvarinnar  er til fyrirmyndar eftir breytingar.
Yngstu krakkarnir í 5 -7 bekk hafa verið dugleg að mæta á miðvikudögum,
sérstaklega 5 bekkur.
3. Heilsuvikan
Viðburðir voru misvel sóttir  og voru nokkrir slegnir af vegna dræmrar þátttöku.
Áhveðið að halda áfram með vikuna á næsta ári.
4. 17. júni
Undirbúningur er á fullu og fullt af hugmyndum í gangi, meira um það síðar.
4. Önnur mál
Áhveðið að kanna með að girða af völlinn fyrir neðan heilsugæsluna, jafnvel að
setja  á nýjar þökur. Einnig var talað um gummivandamál sparkvallana, vatnsfonta
og fl. Verið er að vinna í  þessum málum. Komið er skilti á sundlaugina  um
opnunartíma.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 16.45.
Getum við bætt efni þessarar síðu?