Íþrótta- og æskulýðsnefnd

76. fundur 06. október 2016 kl. 11:24 - 11:24
Fg. 76. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar
76.Fundur  Íþrótta- og æskulýðsnefndar var haldin á veitingastaðnum Hrauni.
Miðvikudagur 31. ágúst 2016 kl 12.00
Á fundinn mættu:
Rán Kristjánsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir,
Einar Hjörleifsson,  Björn Hilmarsson og Brynja Mjöll Ólafsdóttir
1. Ráðning starfsmanns í félagsmiðstöðina Afdrep.
Tvær umsóknir bárust . Fóru nefndarmenn vel yfir umsóknirnar og sáu að báðir
aðilar eru  hæfir í starfið. Þegar allt var tekið saman áhváðu nefndarmenn að
velja Sigurbjörgu . Einhugur var um ráðninguna.
2. Fundargerð ungmennaráðs.
Fundargerð ungmennaráðs no 6 var rædd og eru nefndin ánægð með störf
ráðsins. Hjólarampurinn kom til umræðu og fannst hann ekki í vor hjá áhaldahúsinu.
Spurning hvort bæjarskrifstofan geti fundið út hvar hann er niðurkominn.
Fundargerðin samþykkt.
4. Önnur mál
Almenn umræða var um ályktanir og fyrirspurnir nefndarinnar undanfarna mánuði
og var ritara falið að kanna hvernig afgreiðsla þeirra færi fram.
Ekki annað rætt og fundi slitið kl 13.10
Getum við bætt efni þessarar síðu?