Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Fg. 77. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar
Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 kl 15:00
Íþróttahús Snæfellsbæjar
Mættir voru: Sigrún Ólafsdóttir, Einar Hjörleifsson, Ása Gunnarsdóttir, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Harpa Finnsdóttir.
Við fengum einnig frá skólanum í tengslum við heilsuvikuna þær Sigrúnu Þórðardóttur og Svandísi Jónu Sigurðardóttir. Halldóra Unnarsdóttir mætti líka á fundinn en hún verður í vettvangsnámi hjá Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í heilsuvikuverkefninu.
- Heilsuvika. Talið var að dagarnir 9.-16. mars væru góður kostur, en áður en það verður endanlega ákveðið ætlum við að negla niður nokkur atriði í dagskránni. Margar góðar hugmyndir komu fram sem verður farið í að vinna með áfram.
- Sparkvellir Snæfellsbæjar. Sigrún sagði frá niðurstöðum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í sambandi við dekkjarkurlið í völlunum. Er hún búin að vera vinna fyrir Snæfellsbæ hvað er best að gera hjá okkur og kynnti þær niðurstöður fyrir nefndinni.
- Félagsmiðstöðin. Sigrún sagði frá því að nú væri búið að opna fyrir krakka í 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni, en opið er einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl. 17:00-19:00. Ákveðið var að breyta opnunartímanum hjá unglingastigi, en nú er opið á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 18:30-21:00 og þá hafa krakkarnir val að taka rútu heim kl. 19:20, 20:20 og 21:00. En áfram verður opið á fimmtudögum frá kl 19:30-22:00. Hún sagði líka frá því að félagsmiðstöðin í samstarfi við skólann hafa fengið sýninguna Pörupiltar þann 30. mars í Frystiklefann en það er sýning fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og var boðið Grundfirðingum og Hólmurum að taka þátt í þessu með okkur.
Fundi slitið 16:30