Íþrótta- og æskulýðsnefnd

77. fundur 08. febrúar 2017 kl. 09:48 - 09:48
Fg. 77. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar

 

Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Miðvikudaginn 18. janúar  2017 kl 15:00

Íþróttahús Snæfellsbæjar

 

Mættir voru: Sigrún Ólafsdóttir, Einar Hjörleifsson, Ása Gunnarsdóttir, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Harpa Finnsdóttir.

Við fengum einnig frá skólanum í tengslum við heilsuvikuna þær Sigrúnu Þórðardóttur og Svandísi Jónu Sigurðardóttir.  Halldóra Unnarsdóttir mætti líka á fundinn en hún verður í vettvangsnámi hjá Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í heilsuvikuverkefninu.

 

  1. Heilsuvika.  Talið var að dagarnir 9.-16. mars væru góður kostur, en áður en það verður endanlega ákveðið ætlum við að negla niður nokkur atriði í dagskránni. Margar góðar hugmyndir komu fram sem verður farið í að vinna með áfram.

 

  1. Sparkvellir Snæfellsbæjar. Sigrún sagði frá niðurstöðum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í sambandi við dekkjarkurlið í völlunum. Er hún búin að vera vinna  fyrir Snæfellsbæ hvað er best að gera hjá okkur og kynnti þær niðurstöður fyrir nefndinni.

 

  1. Félagsmiðstöðin. Sigrún sagði frá því að nú væri búið að opna fyrir krakka í 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni, en opið er einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl. 17:00-19:00. Ákveðið var að breyta opnunartímanum hjá unglingastigi, en nú er opið á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 18:30-21:00 og þá hafa krakkarnir val að taka rútu heim kl. 19:20, 20:20 og 21:00. En áfram verður opið á fimmtudögum frá kl 19:30-22:00. Hún sagði líka frá því að félagsmiðstöðin í samstarfi við skólann hafa fengið sýninguna Pörupiltar þann 30. mars í Frystiklefann en það er sýning fyrir nemendur í 9. og 10. bekk og var boðið Grundfirðingum og Hólmurum að taka þátt í þessu með okkur.

 

Fundi slitið 16:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?