Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Patryk Zolobow forfallaðist rétt áður en fundur hófst og ekki tókst að boða varamann.
1. Fundur með heilsueflandi samfélagi
Kristfríður upplýsti nefndina um nýafstaðinn fund með Heilsueflandi samfélag-nefndinni.
2. Hugmyndavinna fyrir íþróttaviku Evrópu
Íþróttavika Evrópu er á næstunni og er Kristfríður byrjuð að undirbúa hana.
3. Starfsmannamál í félagsmiðstöð
Búið er að leysa starfsmannamál fyrir félagsmiðstöðina í vetur og opnar hún í næstu viku.
4. Tímatafla ungmennafélagsins tilbúin
Ungmennafélagið er búið að setja upp tímatöflu fyrir þær greinar sem verða í vetur. Mikil vinna var lögð í að hafa starfið fjölbreytt og reyna að ná til hóps sem hingað til hefur ekki fundið sig í íþróttum. Til þess að nýta húsið betur vilja þau auka rútuferðir svo að hægt sé að æfa á kvöldin líka. Verður það rætt á næsta bæjarstjórnarfundi þegar ungmennafélagið mætir og tekur samtalið.
5. Framtíð kvennaboltans
Jákvæð þróun að ungir konur muni geta spilað fótbolta hér í framtíðinni. Ungmennafélagið hefur fengið góðar undirtektir og nokkrir sem hafa boðið sig fram að hjálpa.