Íþrótta- og æskulýðsnefnd

100. fundur 30. ágúst 2023 kl. 17:30 - 19:00 Íþróttahús Snæfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Jóhanna Jóhannesdóttir
  • Margret Vilhjálmsdóttir
  • Margrét Eva Einarsdóttir
  • Aron Baldursson
Starfsmenn
  • Kristfríður Rós Stefánsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristfríður Rós Stefánsdóttir

Patryk Zolobow forfallaðist rétt áður en fundur hófst og ekki tókst að boða varamann.

1. Fundur með heilsueflandi samfélagi

Kristfríður upplýsti nefndina um nýafstaðinn fund með Heilsueflandi samfélag-nefndinni.

2. Hugmyndavinna fyrir íþróttaviku Evrópu

Íþróttavika Evrópu er á næstunni og er Kristfríður byrjuð að undirbúa hana.

3. Starfsmannamál í félagsmiðstöð

Búið er að leysa starfsmannamál fyrir félagsmiðstöðina í vetur og opnar hún í næstu viku.

4. Tímatafla ungmennafélagsins tilbúin

Ungmennafélagið er búið að setja upp tímatöflu fyrir þær greinar sem verða í vetur. Mikil vinna var lögð í að hafa starfið fjölbreytt og reyna að ná til hóps sem hingað til hefur ekki fundið sig í íþróttum. Til þess að nýta húsið betur vilja þau auka rútuferðir svo að hægt sé að æfa á kvöldin líka. Verður það rætt á næsta bæjarstjórnarfundi þegar ungmennafélagið mætir og tekur samtalið.

5. Framtíð kvennaboltans

Jákvæð þróun að ungir konur muni geta spilað fótbolta hér í framtíðinni. Ungmennafélagið hefur fengið góðar undirtektir og nokkrir sem hafa boðið sig fram að hjálpa.

Getum við bætt efni þessarar síðu?