Íþrótta- og æskulýðsnefnd
Formaður setti fundinn.
1. Líkamsræktartæki
Áframhaldandi umræður um líkamsræktartæki utandyra. Tilboð fékkst frá tveimur aðilum og leist nefndinni best á tilboð v/ þrekstöð frá Krumma. Um er að ræða þrekbekk þar sem æfingar eru á bekknum og myndi henta öllum aldirshópum en sérstaklega eldri borgurum. Við ræddum við Sigrúnu forstöðumann Dvalarheimilins Jaðar og spurðum hana álits ef slíkur bekkur myndi vera notaður og svaraði hún játandi, að þau gætu farið með einstaklingana á Jaðri í göngutúr að bekknum og tekið æfingar þar. Slíkur bekkur kostar 1.636.050 kr.-
2. Fyrirspurn frá UMF Víking/Reyni
Ungmennafélagið Víkingur/Reynir kom með fyrispurn v/ notkun á gervigrasvellinum og meiri nýtingu á honum allt árið um kring. Vegna mikillra notkunar og aukna eftirspurn v/ æfinga og fleirri iðkenda þá myndum við vilja að bæjarstjórnin myndi taka það til umræðu að hafa hann opinn lengur um allt árið þar að segja að þjónusta hann leng t.d. mokstur o.fl. en ekki einungis frá apríl – október.
3. Heilsuvika
Rætt var Heilsuvikuna 2024 en gekk hún vel fyrir sig og var góð aðsókn í alla þá viðburði sem voru í boði og nú þegar í boði. Auglýst var dagskrána vel og alla viðburði bæði á Facebook og í bæjarblaðinu Jökli.
Annað: Boðaður var fundur inn á Workplace líkt og gera skal með góðum fyrirvara eða þann 20. September. Þeir sem ekki komast verða að láta sinn varamann vita. Einnig koma upp aðstæður með stuttum fyrirvara og sínum því skilning ef viðkomandi kemst ekki vegna óviðráðanlegra aðstæður.
Fundi slitið kl. 20:00.