Íþrótta- og æskulýðsnefnd
61. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar, haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 15.maí 2012, kl. 17:00
Mættir:- Brynja Mjöll Ólafsdóttir.
- Elva Ösp Magnúsdóttir.
- June Beverly Scholtz.
- Snædís Hjartardóttir.
- Sigrún Ólafsdóttir.
- Skipulagning fyrir hátíðarhöldin er komin á fullt skrið. Þegar er búið að bóka nokkra dagskrárliði en Íþrótta- og æskulýðsfulltrui mun vinna áfram að dagskránni á næstu vikum.
- Sund- og safnkortið er nýjung í ferðaþjónustu sem hefur það að megin markmiði sínu að hvetja ferðamenn og fjölskyldufólk til að sækja sundlaugar og söfn víðsvegar á landinu, og auka þar með áhuga ferðamanna á mismunandi sveitarfélögum. Gera ferðamönnum og fjölskyldufólki kleyft að sækja þessa staði og kynnast því sem sveitarfélögin hafa upp á að bjóða á hagkvæman og auðveldan hátt. Um er að ræða svipað kort og útilegukortið sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Rætt var um það hvort sundlaug Snæfellssbæjar eigi að vera með í þessu nýja korti. Ýmsar umræður og vangaveltur komu fram og var ákveðið að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi myndi fá frekari upplýsingar um ýmis atriði er nefndarmönnum þóttu ekki nægilega skýr. Allt utanumhald gæti verið snúið hér í Snæfellsbæ þar sem Sundlaugin er ekki búin tölvukerfi. Ekki tekin afstaða til málsins að sinni.
- Farið var yfir kynningu á siðareglum Íþróttafélaga og farið yfir dæmi um slíkar reglur frá Íþróttafélagi af höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið að senda bréf á Ungmennafélögin í Snæfellsbæ þar sem mælst er til að félögin skoði að setja sér reglur.
- Félagsmiðstöðin Afdrep: Nú er farið að líða að lokun félagsmiðstöðvarinnar þetta vorið. 5 - 7 bekkur mun fá að halda sitt lokakvöld þann 16.maí þar sem verður haldin hæfileikakeppni og borðaðar pizzur. Mikil tilhlökkun er hjá krökkunum fyrir kvöldinu. 8 - 10.bekkur mun halda sitt lokakvöld í næstu viku.
- Sundlaug Snæfellsbæjar: Laga þarf skiltið á sundlauginni. Rangar upplýsingar um opnunartíma eru á skiltinu. Mikilvægt er að þetta verði lagað fyrir sumarið.
- Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00