Íþrótta- og æskulýðsnefnd

66. fundur 13. júlí 2016 kl. 09:19 - 09:19

 

66. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Félsgsmiðstöðinni Afdrep þriðjudaginn 24. september 2013 kl:17:00 Á fundinn mættu: Brynja Mjöll Ólafsdóttir Elva Ösp Magnúsdóttir Snædís Hjartardóttir Sigrún Ólafsdóttir

 

1.      Félagsmiðstöðin Afdrep

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er komin í gang. Þær Hafdís Rán Brynjarsdóttir og Halldóra Unnarsdóttir munu starfa áfram sem forstöðumenn félagsmiðstöðvarinnar í vetur.

Nefndin skoðaði aðstöðuna og fór yfir ýmis atriði henni tengdri. Búið er að laga aðstöðuna töluvert.

Lionsklúbbur Ólafsvíkur gaf nýverið skjávarpa í félagsmiðstöðina og Lionsklúbburinn Þernan á Hellisandi tvo stóra grjónapúða. Þökkum við Lionsklúbbunum kærlega fyrir þessar flottu gjafir.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var falið að ræða við Svein hjá Félags- og skólaþjónustunni varðandi liðveislu fyrir þá krakka sem á þurfa að halda í félagsmiðstöðinni.

Framundan í félagsmiðstöðinni er m.a. Æskulýðsball.

 

 

2.      Nefndarmenn

Þar sem Ari Bent Ómarsson er fluttur var Brynju Mjöll falið að hafa samband við hann og athuga hvort hann muni starfa áfram í nefndinni eða hvort varamaður komi inn í hans stað.

 

3.      Íþróttahús og sundlaug

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda við sundlaugina. Einnig var rætt um aðstöðu uppi í íþróttahúsi fyrir krakkana til þess að bíða á milli æfinga.

Búið er að gefa út stundatöflu vetrarins í Íþróttahúsi en ekki er útilokað að breytingar verði gerðar á henni.

      Fleira ekki gert og fundi slitið 18:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?