65. Fundur Íþrótta- og æskulýðsnefndar haldin í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar
miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl:17:00
Á fundinn mættu:
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
Elva Ösp Magnúsdóttir
Erla Sigurðardóttir
Snædís Hjartardóttir
Sigrún Ólafsdóttir
1. Sundlaug Snæfellsbæjar
Nefndin lýsti yfir vonbrigðum sínum með það að enginn hafi boðið í útboð sem fram fór vegna breytinga á sundlauginni. Vonum við að leyst verði úr málunum svo verkefninu verði ekki frestað.
2. Skólahreysti
Umræða var um ástæðu þess að Grunnskóli Snæfellsbæjar taki ekki þátt í Skólaheysti. Ákveðið var að Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi skoði málið með skólastjóra GSNB í haust.
3. Félagsmiðstöðin Afdrep
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að Hafdís Rán Brynjarsdóttir hefur tekið að sér að vera með félegsmiðstöðina fyrir 5-7. bekk það sem eftir er vetrar en Alda Dís Arnardóttir hefur látið af störfum þar sem henni bauðst tækifæri á að fara erlendis í nokkra mánuði. Þökkum við henni fyrir frábært starf með krökkunum.
Mæting í félagsmiðstöðina hjá krökkum í 8-10. bekk hefur dottið töluvert niður núna eftir Samfés. Rætt var um það hvort það ætti að leyfa 7. bekk að prófa að mæta með 8-10. bekk í félagsmiðstöðinni nokkur kvöld til reynslu það sem eftir er vetrar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa var gert að ræða málið frekar við forstöðumenn félagsmiðstöðvarinnar.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá því að Lionsklúbbur Ólafsvíkur er að gefa félagsmiðstöðinni myndvarpa. Þökkum við Lionsklúbbnum kærlega fyrir góða gjöf.
4. Ungmennaráð
Lítill áhugi hefur verið hjá ungmennum okkar að starfa í ungmennaráði og hefur ráðið verið óstarfandi í vetur. Í haust verðu gengið í að fá inn ný ungmenni í ráðið og er vonast til að hægt verði að virkja ungmennin mun betur.
5. Önnur mál
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá því að hún er að fara á aðalfund Samfés dagana 17-18. apríl auk þess sem hún fer á aðalfund íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagana 3-4. maí.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði frá Snæfellsbæjarmótinu í knattspyrnu fyrir 6-7. flokk sem haldið verður í Snæfellsbæ dagana 15- 16. Júní en vonast er til að mótið verði framvegis árviss atburður.
Fleira ekki gert og fundi slitið 18:20 |